26.1.2012 | 22:08
Upplýsingafulltrúi, rangt starfsheiti?
Það hlýtur að teljast merkilegt yfir meðallagi, að stjórnvald (ríkisstjórn) beiti sér fyrir slíkum lagabreytingum, að ráða megi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar með sama hætti og aðstoðarmenn ráðherra eru ráðnir.
Það telst hins vegar fáranlegt og í algjöru ósamræmi við stefnu stjórnar, sem hefur opna og gagnsæja stjórnsýslu að leiðarljósi og segist vilja upplýsta umræðu í þjóðfélaginu, um þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni.
En líklega þarf að gera meira en gott þykir, til þess að hægt sé að ráða ,,upplýsingafulltrúa" við hæfi.
Ráða má af framgöngu Jóhanns Haukssonar, t.d. í Icesave-málinu, að þar fari maður sem taki málstaðinn fram yfir staðreyndir máls. En opin og upplýst umræða byggist jú á staðreyndum máls, en ekki á málstað þess sem fyrir henni stendur.
Spyrja má að ofansögðu, hvort upplýsingafulltrúi sé í rauninni rétt starfsheiti? Enda hefur sú upplýsingamiðlun sem Jóhann hefur stundað af gríðarlegri ,,sannleiksást", oftar en ekki verið áróður fyrir málstað, einhverra hagsmunahópa eða stjórnvalda, klæddur skikkju óháðrar og hlutlausrar blaðamennsku.
Kannski væri bara réttast að kalla embætti Jóhanns áróðursmálaráðherra/fulltrúa ríkisstjórnarinnar.
Áróðursmálaráðherra líkt og ríkisstjórnir ákveðinna stefna og isma, sem ég nefni ekki til þess að komast hjá ákæru, hafa gjarnan á sínum snærum.
Nýr upplýsingafulltrúi stjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Honum vafðist oft tunga um tönn í dag þegar hann var að ræða þetta, greinilega næstum því skömmustulegur. Það væri gaman að frá greiningu á þessu viðtali af sérfræðingi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2012 kl. 23:02
Jóhann var lengi í þjónustu Baugsveldisins. Til að bæta gráu ofan á svart gerðist hann eindreginn málsvari Icesave-klafans á Íslendinga (Icesave-I hefði þegar kostað okkur yfir 120 milljraða króna í VEXTI í erlendum gjaldeyri og þær fjáræðir ÓENDURKRÆFAR, af því að vaxtakröfur í þrotabú eru ekki meðal forgangskrafna. Féð væri tapað.) Sem betur fer var minnst hlustað á menn eins og Jóhann í þjóðaratkvæðagreiðslunum, og frægt er það atvik úr Bessastaðastofu þegar forsetinn stakk upp í þennan framhleypna blaðamann með eftirminnilegum hætti.
Jón Valur Jensson, 27.1.2012 kl. 08:18
Og góður var pistill þinn, Kristinn Karl. Kærar þakkir.
Takið líka eftir, að fyrir tveimur árum var auglýst embætti blaðafulltrúa forsætisráðuneytisins. Tugir manna sóttu um, en síðan var HÆTT VIÐ að stofna til starfsins. Hefur Jóhanna Sig. eflaust átt erfitt með að ganga þar fram hjá mun hæfari mönnum en Jóhanni. Nú er því gripið til þess ráðs að auglýsa starf "blaðafulltrúa ríkisstjírnarinnar" og gera það ÁN AUGLÝSINGAR, þvert gegn lögum! –Já, Jóhanna Sig. hugsar um sig!
Baldur Hermannsson var með þetta viðbragð á Facebók sinni (orðrétt skv. Fréttatímanum í dag, s. 24): "Æ hvað þetta er eitthvað vinalegt. Gamli baugspenninn kominn heim í dalakofann. Nú getur hann fengist við það sem honum lætur best: áróður í formi upplýsinga."
PS. 120 milljarða klafinn hefði reynzt okkur gríðarleg efnahagsáraun, leitt til fjöldabrottrekstrar ríkisstarfsmanna, óvægins niðurskurðar í skólakerfi, heilbrigðisþjónustu og framkvæmdum ríkisins og skattaáþjánar alþýðu.
Jón Valur Jensson, 27.1.2012 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.