Leita í fréttum mbl.is

Er ASÍ deild í Samfylkingunni?

Í pistli sínum á Pressunni segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akranes, frá formannafundi ASÍ vegna endurskoðunnar kjarasamninga sem haldinn var í gær.

http://www.pressan.is/frettir/lesafrett/ekki-nog-ad-gelta-orlitid-og-meina-sidan-ekkert-med-thvi-
Í pistlinum kemur fram að Vilhjálmur  hafi minnt forseta ASÍ á það, að í janúar 2009 hafi miðstjórn ASÍ krafist afsagnar þáverandi ríkisstjórnar, vegna svika hennar við launafólk í landinu.  Núna sé upp svipuð staða, ekki eitt einasta loforð stjórnvalda efnt og því væri það, að mati Vilhjálms,  í raun skylda ASÍ að krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar.  Enda er ASÍ hagsmunasamtök launafólks, en ekki stjórnmálaflokka.
Pistillinn endar svo á þessum orðum:
,,Hið eina rétta væri að verkalýðshreyfingin lýsti yfir fullkomnu vantrausti á þessa ríkisstjórn og krefðist þess að efnt yrði til kosninga tafarlaust, vegna síendurtekna svika við íslenskt launafólk. Það á alls ekki að skipta máli hvort ríkisstjórn er til hægri eða vinstri þegar verkalýðshreyfingin lýsir yfir vantrausti á ríkisstjórn vegna síendurtekna svika."

Þetta er rétt hjá Vilhjálmi. Samtök launafólks eiga ekki að láta kennitölu svikarana, hafa nokkuð að segja til um hvort afsagnarkrafa á ríkisstjórn, sé lögð fram eða ekki, vegna síendurtekna svika hennar. Samtök launafólks eiga að berjast fyrir hagsmunum þess fólks sem þau kenna sig við, en ekki einstaka stjórnmálaflokka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband