11.12.2011 | 11:16
Milduð afstaða sjávarbyggða, keypt með misrétti fyrir aðra?
Stjórnvöldum og fleirum reyndar, er tíðrætt um að arðurinn af sjávarútvegsauðlindinni eigi að renna til þjóðarinnar allrar og því sé hækkun veiðigjalds nauðsynleg.
Það er í sjálfu sér alveg hægt að fallast á það sjónarmið, svo framarlega sem veiðigjaldið er innan skynsamlegra marka. Reyndar er erfitt að ímynda sér það, að núverandi stjórnvöld innheimti skatt, sem veiðileyfagjaldið vissulega er, innan skynsemismarka. En það er önnur saga.
Það hlýtur því að skjóta soldið skökku við þegar í tillögum starfshóps sem fjallar um ný lög um stjórn fiskveiða, gerir hluta þjóðarinnar hærra undir höfði með tillögum sínum og leggur til að að misréttið verði nánast, lögbundið sem tekjustofn til valinna sveitarfélaga.
,,Í tillögum starfshópsins er gert ráð fyrir að tekjur af veiðigjaldi skiptist þannig að 50% renni í ríkissjóð, 40% til sjávarbyggða og 10% til þróunar- og markaðsmála í sjávarútvegi.
Eins og kunnugt er, þá fékk kvótafrumvarp það sem lagt var fram á síðasta vorþingi falleinkunn nær allra sem fjölluðu um málið. Þar með talið frá sveitarstjórnum sjávarbyggða, eða frá þeim byggðum þar sem sjávarútvegurinn er kjölfestan í atvinnulífinu.
Það hljóta samt að vakna upp spurningar hvort stjórnvöld telji sveitarfélög eins og Mosfellsbæ, Garðabæ, Fljótsdalshérað og fleiri sem ekki eru beint þekkt fyrir sjávarútveg, ekki vera hluta af þjóðinni. Því varla verður þeim sveitarfélögum greitt af þessum 50% prósentum sem eyrnamerkt eru ríkissjóði.
Sé það virkilega svo, að stjórnvöldum sé einhver alvara með því að þjóðinn öll eigi að njóta arðsins af sjávarauðlindinni, þá hlýtur veiðigjaldið að eiga að renna til hennar allrar, með jafnari hætti, en þessar tillögur gera ráð fyrir.
Ef þessi skipting veiðigjaldsins er eitthvað heilög, 50 40 -10, þá væri eflaust réttlátast að láta 40% renna til atvinnuuppbyggingar, á landinu öllu óháð því hvort um sé að ræða sjávarbyggð eða ekki.
Eins gæti það sem ekki fer til markaðs og þróunnarmála, runnið beint í ríkissjóð, sem er jú eini lögbundni móttakandi arðs þjóðarauðlindum.
Stjórnvöld á hverjum tíma, sem fara jú með ráðstöfunnarvald á auðlindinni, í umboði þjóðarinnar, gætu þá ráðstafað þeim fjármunum á þann hátt, sem er þjóðinni fyrir bestu, á hverjum tíma. Hvort sem það verði til atvinnuuppbyggingar, til eflingar á velferðarkerfinu eða til samgönguúrbóta, svo eitthvað sé nefnt.
Það er því allt eins líklegt, að tillögum starfshópsins sé fyrst og fremst ætlað til að milda umsagnir sveitarstjórna sjávarbyggðanna, en hafi í rauninni minnst með það að gera að leyfa þjóðinni allri að njóta arðsins af sjávarauðlindinni.
Ánægja með ráðstöfun veiðileyfagjalds | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er flott plott hjá stjórnmálamönnum að koma því inn hjá almenningi að það þurfi að skattleggja sjávarútveginn sérstaklega. Sjávarútvegurinn greiðir náttúrulega sín gjöld og síðan borga sjómenn sína skatta. Vandamálið er að stjórnmálamennirnir koma ekki puttunum í þessa fjármuni beint. Sérstakt auðlindargjald yrði sér eyrnamerkt og hverjir heldurðu að ráðstafi þeim sjóðum.
Það er hinsvegar undarlegt að það skuli ekki vera krufið til mergjar af ráðamönnum, klúðrið í stefnu Hafró í svokallaðri uppbyggingu fiskistofnanna. Ef við veiddum 100 þúsund tonnum meira af þorski þá myndi skattur af sjómönnum skila um 5 milljörðum til þjóðarbúsins
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 11.12.2011 kl. 14:05
Þá er algert skilyrði að tilgreind 50% fari skilyrt í að byggja upp alvöru gjaldeyrisvarasjóð sem geymdur verði eins langt ofan í jörðinni í Svissneskri bankahvelfingu og hægt er...
... og þeim gjaldeyrisvarasjóð verði ekki ráðstafað - nema með samþykki 67% greiddra atkvæða á Alþingi.
Kristinn Pétursson, 11.12.2011 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.