Leita í fréttum mbl.is

Hverjir eiga (mega) fjárfesta hér á landi?

Þó svo að fjárfestingar í ferðaþjónustu séu eflaust jafn nauðsynlegar flestar aðrar, vegna þess að nauðsynlegt er að hafa sem fjölbreyttast atvinnulíf.  Auk þess sem að slík fjárfesting gefur af sér ný störf. Svokölluð ,,umhverfisvæn kvennastörf" eins einum þingmanni Samfó varð að orði. Þá er staðan sú að mörg íslensk ferðaþjónustufyrirtæki, eiga í erfiðleikum með að manna öll störf, sökum bágra kjara er þau bjóða upp á. 

 Varla er við því að búast, að ferðaþjónustufyrirtæki á vegum Nubo eða annarra fjárfesta, bjóði önnur og miklu betri kjör, en nú eru í boði í þessari grein.

 Langir vinnudagar geta jú híft heildarlaunin eitthvað upp.   En varla er það eftirsótt hlutskipti að vinna 16 til 18 klukkutíma á dag, á sumarleyfistíma flestra annarra landsmanna.


Fjárfesting í iðnaði eða einhvers konar framleiðslu, kallar oftar en ekki á nýja eða bætta tæknikunnáttu, þeirra sem við slíkt starfa. Hvort sem það sé við greinina sjálfa eða afleidd störf.


Eftirspurn eftir nýrri /bættri tæknikunnáttu kallar á eftirspurn eftir viðeigandi námi og eykur þá um leið almenna tæknikunnáttu þjóðarinnar.  Kunnáttu sem einnig má nýta annars staðar en hér á landi.

Einnig er líklegt að aukin tækniþekking og aukin eftirspurn eftir námi í tæknigreinum,  auki  nýsköpun hér á landi.  Nýsköpun sem gæfi af sér fleiri ný störf, ekki endilega tengd þeirri grein sem upphaflega var fjárfest í og kom ,,snjóboltanum „ af stað.

Stjórnvöld á hverum tíma, eiga því nær undantekningalaust, að sýna öllum þeim sem hafa ,,raunhæfar“ fjárfestingarhugmyndir, þá sjálfsögðu kurteisi, að ræða við þá alla á jafnréttisgrundvelli.  Án þess að hygla einum umfram annan.

Nú kann einhver að benda á það, að stór hluti hagnaðar stóriðjunar hér á landi, sé fluttur út til eigenda stóriðjufyrirtækjana, sem leiði það af sér að íslenskt efnahagslíf, fái ekki að njóta gróðans.

  Íslenskt efnahagslíf og líf þeirra er landið byggja, nýtur  jú gróðans á þann hátt, að við starfssemi þessarra fyrirtækja verða til störf, sem að öðrum kosti væru unninn í öðrum löndum.  Störf sem gefa af sér tekjur í þjóðarbúið, skatta af tekjum og virðisauka af neyslu.

Heldur fólk kannski að Nubo eða einhver annar erlendur fjárfestir, sem fjárfesta myndi hér í ferðaþjónustu, muni gera eitthvað annað við hagnað sinn af starfssemi hér á landi, en að flytja hann úr landi?

 


mbl.is Vill enn fjárfesta á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband