Leita í fréttum mbl.is

Hinir ,,veiku" verða veikari.....

Nýjasta samkomulag ESB-ríkja um aðgerðir til lausnar á efnahagsvanda evruríkja og annarra ríkja ESB, ber að sama brunni og flestir fyrri samningar þessarra ríkja um sama mál.  Það er að lífskjör þeirra sem búa í þeim hluta ESB, sem telst veikari efnahagslega, munu nær örugglega skerðast meira en þeirra er búa í ,,sterkari" hlutanum.

 Líklegast munu samræmdar reglur um  fjárlagagerð evruríkja og annarra ríkja í ESB viðhalda eða jafnvel auka á þann mun á lífsgæðum, sem er á milli ,,sterku" ESB-ríkjana og þeirra sem veikari eru. Lögbundið lágmark á halla fjárlaga þessara ríkja, mun fyrst og fremst bitna á þeim sem standa hvað verst í dag og þeim ríkjum sem hvað minnstu möguleika hafa á aukinni verðmætasköpun, sem breikkað gæti skattstofna þessara ríkja.

 Í öllum þessum ríkum, sterkum sem veikum, mun á næstu áratugum verða aukin þörf á útgjöldum til velferðarmála, sökum þess að meðalaldur þegna þessarra þjóða fer stöðugt hækkandi og fjöldi  þeirra sem verða á opinberu framfæri mun snaraukast á kostnað þeirra sem vinna þurfa fyrir þessari útgjaldaaukningu.

Til þess að mæta þessari þróun án verulegs niðurskurðar til velferðarmála, þurfa þessar þjóðir, sem og flestar aðrar að sækja sér auknar tekjur á móti auknum kostnaði.  

 


mbl.is Öll ESB-ríki nema Bretar sammála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband