Leita í fréttum mbl.is

Alræði eða samræmd verkaskipting, við stjórn efnahagsmála?

„Það var eitt af því sem fór úrskeiðis, að dreifa efnahagsmálum á þrjú ráðuneyti. Forsætisráðuneytisins sem fór með Seðlabankann, viðskiptaráðuneyti með sína hluti og síðan fjármálaráðuneyti með sumt. Hvernig sem þessu verður fundinn staður innan stjórnarráðsins til frambúðar þá á yfirstjórn efnahagsmála að vera samræmd á einum stað. Svo mikið vil ég segja,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

Að mínu mati, er það nú ekki rétt hjá Steingrími, að það að dreifa efnahagsmálum á þrjú ráðuneyti hafi verið eitt af því sem fór úrskeiðis.   

Það er öllu nær, að ekki hafi verið hugað að nægu samráði þessara ráðneyta, fremur en að of mörg ráðuneyti hafi verið að vasast í efnahagsmálunum.

Væri það ekki öllu heldur, hætt við því að eitthvað færi úrskeiðis, færi svo að efnahagsmálin öll yrðu sett undir einn ráðherra, fjármálaráðherra.  Alveg óháð því, hver situr í því embætti núna?

Væri það til góðs, að sá ráðherra, sem færi með eignarhlut ríkisins í íslenskum bönkum, þar af meirihluta í einum þeirra, bæri pólitíska ábyrgð á því lagaumhverfi sem bankarnir starfa eftir? 

Væri það til góðs, að sá ráðherra sem færi með eignarhlut ríkisins í íslenskum bönkum, þar af meirihluta í einum þeirra, bæri pólitíska ábyrgð á því lagaumhverfi sem Seðlabanki Íslands starfar eftir?

Væri það til góðs, að sá ráðherra er færi með eignarhluti íslenska ríkisins í íslenskum bönkum, þar af meirihluta í einum þeirra, væri æðsti yfirmaður samkeppnismála, líkt og efnahags og viðskiptaráðherra er í dag?

Væri það til góðs, að sá ráðherra er færi með eignarhluti íslenska ríkisins í íslenskum bönkum, þar af meirihluta í einum þeirra, bæri pólitíska ábyrgð á FME og því lagaumhverfi sem sú stofnun starfar eftir? 


mbl.is Yfirstjórn efnahagsmála á einum stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Steingrímur vill ekki bara sitja allan hringinn um borðið.

Hann vill vera borðið líka.

Fasismi.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.12.2011 kl. 21:16

2 identicon

Mér finnst líka að fyrst að einn ráðherra er kominn með svona mikið vald, þá sé rétt að færa honum forsætisráðherravaldið líka, því annars er möguleiki á því að annar forsætisráðherra tefji og þvælist fyrir ákvörðun ráðherrans.

Einræði fer ekki eins vel í höndum Steingríms og hann heldur, sem er eitt aðal sjúkdómseinkenni einræðisherra.

Björn (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 22:21

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svo þarf auðvitað að tryggja það að Sjálfstæðisflokkurinn komist aldrei aftur til valda. Eða yfirhöfuð nokkur annar en Steingrímur.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.12.2011 kl. 23:00

4 Smámynd: Sandy

Ef þeim SJS og JS tekst að sölsa undir sig þau völd sem þau vilja hafa hjá sér svo engin geti sagt nei, er þá ekki kjörið að herað á lagaákvæðum varðandi ráðherraábyrgð, t.d. að lengja í fyrningu og verði mönnum eitthvað á í embætti yrði refsingin fangelsi lámark fimm ár.

Engin og ég meina engin ríkisstjórn,ekki einu sinni fyrri ríkisstjórnir vinstri manna hafa leift sér að hrifsa til sín öll völd yfir helstu málaflokkum þjóðarinnar,eins og þessi stjórn virðist ætla að gera,og engin virðist geta stoppað þessa hörmung af. Ég er farin að sjá fyrir mér að þeim myndi jafnvel detta í hug að neita okkur um kosningar árið 2013.

Sandy, 6.12.2011 kl. 06:42

5 identicon

Fjármálaráðuneytið á að sjá um ríkisfjármálin. Efnhagsmálaráðuneytið á að sjá um fjármálakerfið og hið almenna viðskiptalíf. Ef þessi ráðuneyti yrðu sameinuð er hætta á að sjónarmið og hagsmunir ríkissjóðs yrðu ráðandi. Því miður er þetta í raun ríkjandi ástand í dag en yrði enn verra við sameiningu.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband