Leita í fréttum mbl.is

Laugardagsvinna í Iðnaðarráðuneyti og á Fjárfestingarstofu?? (Sama hvaðan gott kemur)

Föstudagskvöldið 2. desember var í fréttum Stöðvar 2 sýnt viðtal við Huang Nubo, þar sem hann segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við íslensk stjórnvöld.  Í viðtalinu sagði hann m.a. :

„Í fyrsta lagi þarf ég að njóta sanngirni. Þegar hafa verið veittar margar undanþágur til handa útlendingum en þegar ég, kínverskur einstaklingur, bið um slíkt er ekkert við mig talað, bara einföld neitun. Þetta er ekki réttlátt, ég bið einungis um sanngjarna meðferð. Auk þess ef upp hefðu komið einhverjar spurningar í málsmeðferðinni hefði verið hægt að leita til mín og ræða við mig. T. d.: Þarftu svona mikið land?, gætirðu hugsað þér að fjárfesta annarstaðar? eða værirðu til í að leigja landið sem þú þarft? Um öll þessi mál hefði verið hægt að ræða við mig. En ekki svona snubbótt að segja skyndilega að ég megi ekki koma. Þess utan var þessi ákvörðun tilkynnt opinberlega áður en mér var tilkynnt um þetta. Svona vinnubrögð get ég ekki skilið og sætti mig illa við."

Sólarhring síðar, eða svo, birtist svo frétt í kvöld fréttum RÚV, sem blogg þetta vísar í.  Þar er viðtal við Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra.  Þar sagði hún m.a.:

,,Iðnaðarráðuneytið vill leiðbeina honum í gegnum íslenskt lagaumhverfi en haft hefur verið samband við hann í gegnum fjárfestingarstofu. „Það sem framundan er er að við munum ræða saman á næstunni um það með hvaða hætti hann getur komið hingað til lands með fjárfestingar í ferðaþjónustu“ .sagði Katrín í viðtalinu.

Reyndar er það svo, að fordæmi er fyrir slíkum leiðbeiningum í Iðnaðarráðuneytinu. Vorið 2009 þegar Magma var að undirbúa kaup sín á HS - Orku, þá voru fundir með fulltrúum fyrirtækisins í ráðuneytinu, þar sem aðkoma Magma í gengum sænska skúffu var rædd.  Reyndar kom fram hjá fulltrúa Magma að í upphafi hafi planið verið, að stofna íslenskt félag um fjárfestinguna.  Magma hafi hins vegar verið ráðlagt frá því, af starfsmönnum ráðuneytisins.  Furðulegt hlýtur að teljast, að ráðuneytið hafi veitt Magmamönnum slíka ráðgjöf, nema eitthvað annað hafi hangið á spýtunni, eins og t.d. aflandskrónur er fjármögnuðu fjárfestingu Magma að hluta til.  Slík fjármögnun hefði ekki verið í boði fyrir íslenskt félag, án lagabreytinga eða undanþágu, með tilheyrandi fyrirhöfn og þrasi.

Varla hefur jafnmetnaðarfull fréttastofa og fréttastofa Stöðvar 2 verið að birta ,,gamalt" viðtal við Nubo á föstudagskvöldið.  Og varla hefði Nubo verið daglega í viðtölum við hina og þessa miðla, þar sem hann fordæmir vinnubrögð íslenskra stjórnvalda,  þessa viku sem liðin er frá synjun Ögmunds varðandi landakaupin, hafi þá þegar verið búið að hafa samband við hann eða fulltrúa hans hér á landi í gegnum fjárfestinarstofu.

Samfylkingin leiðist það seint, að skreyta sig með fjöðrum réttlætis og jafnræðis til handa kúguðum þjóðum, líkt og stuðningur við sjálfstæði Palestínu, ber vitni um, sem og fordæming utanríkisráðherra og annarra á meðferð Ísraela á palestínsku þjóðinni. 

Það vita það allir sem það vilja vita, að kínverskur ríkisborgari, gæti aldrei hafa náð að byggja upp veldi á við það sem Nubo hefur byggt upp, án vitundar og samþykkis kínverskra stjórnvalda og í samvinnu við þau.

Í útvarpsfréttum á RÚV í liðinni viku, var lesin frétt um Dalai Lama og ákvörðun hans um afsala sér veraldlegum gæðum og eða skyldum.  Þar var einnig sagt frá áætlunum kínverskra stjórnvalda í Tíbet. Dalai Lama er eins og allir ættu að vita, útlægur leiðtogi Tíbeta.

Í útvarpsfréttinni var sagt frá að þau áform fælust  í stórtækri námuvinnslu á flestu því sem menn sækja úr slíkri vinnslu. Auk þess voru háleit markmið um kínverska ferðaþjónustu á tíbetsku landi, í þágu Kínverja, en ekki þeirrar þjóðar er byggir landið.  Á meðal fjárfesta í öllu þessu, er Huang Nubo.

Nú er það svo að, þó að ekki sé sjálfstæðisbarátta Tíbeta, daglega í fréttum. Þá stendur hún engu að síður yfir líkt og sjálfstæðisbarátta Palestínumanna og síst fá Tíbetar skárri meðferð frá kínverskum stjórnvöldum, en Palestínumenn frá þeim ísraelsku. 

Það hljóta því að vakna spurningar, sé stóra samhengið skoðað, án tillits til allra áhrifa sem fjárfestingar Nubo gætu haft hér.  Eru kínversk stjórnvöld og Nubo eitthvað hótinu skárri en þau ísraelsku?  Væri ísraelskur fjárfestir, sem fjárfest hefur í nýbyggingum Gyðinga á palestínsku landi, sami auðfúsu gesturinn í íslenskt athafnalíf?  Eða er bara, samkvæmt venju hjá Samfylkingunni,  alveg sama hvaðan ,,gott" kemur?

 


mbl.is Stjórnvöld í viðræðum við Nubo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband