Leita í fréttum mbl.is

Pólitíska ábyrgðin hjá forsætisráðherra.

Það breytir í rauninni litlu, þó Gylfi sem valinn var í embætti efnahags og viðskiptaráðherra á ,,faglegum" forsendum, hafi ákveðið hækkunina, en ekki Árni Páll sem síðar varð viðskiptaráðherra á ,,pólitískum" forsendum.

Gylfi hlýtur að hafa verið að framfylgja stefnu ríkisstjórnarinnar, en ekki sinnar eigin.  Hann ber því ekki ,,pólitíska" ábyrgð á ákvörðuninni, enda var hann ekki ráðherra á ,,pólitískum forsendum. Ábyrgðin hlýtur því að hvíla á herðum forsætisráðherra, sem á að heita leiðtogi og verkstjóri stjórnarinar.

Árni Páll hefði hins vegar borið ,,pólitíska" ábyrgð, hefði hann tekið þessa ákvörðun. Enda varð hann síðar ráðherra á ,,pólitískum forsendum, ekki faglegum. Reyndar má alveg halda því fram, að Árni Páll beri pólitíska ábyrgð á því, að þessi glórulausa ákvörðun, hafi ekki verið dregin til baka.  Enda virðist ákvörðunin ekki vera í anda pólitískrar stefnumótunnar Hinnar ,,tæru" vinstristjórnar.

Það verður samt að teljast nær óhugsandi, að stefnumarkandi ákvörðun sem þessi, hafi ekki verið rædd í ríkisstjórn, áður en hún var tekin.  Ákvörðunin var því nær örugglega tekin með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar allrar og á ábyrgð hennar, þó meginábyrgðin hvíli á forsætisráðherra.


mbl.is Gylfi hækkaði launin en ekki Árni Páll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta er kallað að kasta heitu kartöflunn á milli sín. Ráðherrar bera enga ábyrgð á athöfnum sínum, því þeir vísa hver á annan eða Alþingi eins og Alþingi sé einhver skepna út í bæ sem lýtur sjálfstæðum vilja.

Ragnhildur Kolka, 3.12.2011 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband