Leita í fréttum mbl.is

Vinnubrögð sem minna á Icesave I

Þegar Svavarsamningurinn í Icesavedeilunni, Icesave I lá fyrir, þá stóð það til að keyra samninginn óséðan í gegnum þingið.  Villikettir í Vg. og stjórnarandstaðan, komu hins vegar í veg fyrir að sá samningurinn yrði keyrður í gegn.

Seint um síðir láku svo þessir samningar út, til RÚV að mig minnir og til Indefense.

Þá kom í ljós að þeir samningar, sem þeir félagar Steingrímur og Svavar höfðu hreykt sér af og dáðst af eigin dugnaði við að ná þeim fram, hefðu farið langt með að setja þjóðina, endanlega á hausinn.  Enda hefðu hundruðir millarða fallið á íslenska ríkið (skattgreiðendur) hefðu þeir samningar verið samþykktir óbreyttir í þinginu.

Það er því alveg ljóst að Alþingi er ekki stætt á því, að afgreiða fjáraukalög fyrir 2011, fyrr en allar upplýsingar varðandi Sp-kef og Byr liggja fyrir, ásamt skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna Vaðlaheiðarganga.

Þeir stjórnarþingmenn sem kvitta upp á vinnubrögð líkt og lýst er hér að ofan, eru ekki á nokkurn hátt starfi sínu vaxnir.  Enda hlýtur það að vera ábyrgðarhluti að heimila umræður og afgreiðslu máls, þar sem ónægar upplýsingar liggja fyrir.  

Það getur ekki verið, eftir allt sem á undan er gengið, að einhver áhugi sé  fyrir því í þinginu, að taka upp þau vinnubrögð, er viðhafa átti þegar Svavarssamningarnir voru í höfn. 

En hins vegar kemur það ekkert á óvart að Steingrímur J. Sigfússon hafi ætlast til slíks, enda þola fæst hans verk dagsjósið.

 


mbl.is Verða upptekin þegar atkvæðagreiðsla fer fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Alveg er ég innilega sammála þér að þetta séu óboðlegt að gefa þingmönnum ekki tækifæri til að kynna sér málin, hins vegar held ég að það hafi nú kannski skeð í tíð fleiri meirihluta enn bara þessa sem nú situr :)

EN EF ÞESSIR DJÖ......, ANDS....,AUMINGJANS ÞINGMENN GETA EKKI MÆTT Á FUNDI, ÞÁ Á AÐ SVIPTA ÞÁ LAUNUM.

Aðrir fá ekki greitt ef þeir mæta ekki í vinnu. Þingmenn eiga að mæta og kjósa. Hvort þeir þæfi málið er mér andsk.... sama um.

Það er svona yfirlýsingar og framkoma sem gerir það að verkum að fólk ber ekki virðingu fyrir þessum hálfvitum.

Fyrirgefðu orðbragðið en það kom að því að maður fengi upp í kok af þessum afætum.

Larus Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband