5.11.2011 | 14:39
Af almennu og sértæku aðgerðarleysi hinnar norrænu velferðarstjórnar.
Fljótlega upp úr hruni og sérlega eftir að minnihlutastjórn Samfylkingar og Vg. tók við, komu fram tillögur um almennar aðgerðir, til lausnar á skuldavanda heimila og fyrirtækja í landinu. Var almennu aðgerðunum ætlað það að vera fyrsta skref af mörgum aðgerðum til lausnar á skuldavanda heimila og fyrirtækja í landinu.
Fyrst yrði gripið til almennra aðgerða og staðan tekin að þeim loknum og þeim hjálpað er þyrftu meiri hjálp.
Minnihlutastjórnin og núverandi stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, blésu á þessar aðgerðir. Helsta ástæðan var sú, að það væru svo margir, sem hefðu ekkert við slíkar aðgerðir að gera. Enda ættu þeir alveg fyrir afborgunum á sínum lánum, þrátt fyrir það að lánin hefðu stökkbreyst. Þeir sem væru því að fá ,,óþarfa aðstoð, væru því að græða meira en aðrir og slíkt myndi bara auka á ójöfnuðinn í þjóðfélaginu og þar fram eftir götunum.
Á móti var hins vegar bent á, að tjón allra væri í rauninni það sama. Fólk og fyrirtæki hafi bara verið misvel búin undir þær hamfarir, sem áttu sér stað í hruninu og undanfara þess. Auk þess var bent á það, að þeir aðilar sem ekki ,,þyrftu þessa aðgerð eða aðstoð og líka þeir sem ,,þyrftu á henni að halda, myndu hafa meira fé á milli handanna. Fé sem yki á veltuna í samfélaginu, sem kæmi þeim fyrirtækjum er framleiða fyrir íslenskan markað til góðs, auk þess sem skattstofn neysluskatta, hefði dregist minna saman, en raun var á. Stærri skattstofn neysluskatta hefði svo aukið tekur ríkissjóðs, án allra þeirra skattahækkana er dunið hafa á þjóðinni, undanfarin tvö til þrjú ár.
Einnig hefðu fyrirtækin í landinu haft örlítið meira svifrúm til þess að vaxa, auka fjárfestingar, ráða fleira fólk eða í það minnsta halda í horfinu, þ.e. að allar þær fjölda uppsagnir er dunið hafa á launþegum og í raun á þjóðinni allri, hefðu orðið mun fátíðari en raunin er. Það hefði þýtt það, að skattstofn tekjuskatts einstaklinga og fyrirtækja hefði dregist minna saman og eins og með neysluskattanna, hefði minni rýrnun tekjuskattsstofnsins, skilað ríkissjóði mun meiri tekjum.
Núna í það minnsta tveimur árum eftir að áhrif almennu aðgerðanna, hefðu farið að ,,tikka inn, telja menn sig sjá einhvern efnahagsbata í formi aukinnar neyslu landsmanna.
Ástæður þess bata, er þó ekki hægt að rekja til þess að sértækar aðgerðir stjórnvalda og fjármálastofnanna séu svo vel heppnaðar. Nei öðru nær. Hluta batans má skýra með því, að fólk hefur gefist upp á því að bíða eftir aðgerðum sem virka og hætt að borga af lánum sínum og hefur því meira fé á milli handanna. Einnig hefur heimild til þess að taka út hluta séreignarsparnaðar, aukið ráðstöfunartekjur fólks . Sú aukning kemur þó í bakið á fólki síðar meir, þegar það ætlar að njóta séreignarsparnaðarins, að lokinni starfsævi. Einnig eru fyrirætlanir stjórnvalda um skattlagningu viðbótarlífeyris, sagðar muni auka á neysluna. En eins og með séreignasparnaðinn, þá kemur það bara síðar í bakið á fólki.
En kannski er stærsta mein sértækra aðgerða vegna skuldavanda heimila og fyrirtækja, allt flækjustigið og leyndin, sem þeim aðgerðum fylgja. Fólk virðist ekki vera að fá það útúr slíkum aðgerðum, er þeim er ætlað að skapa. Heldur virðist samkvæmt nýútkominni skýrslu nefndar um aðgerðir fjármálastofnanna, til lausnar skuldavandans, það vera svo að það reynist flestum í raun, nánast ómögulegt, að fá einhverja lausn á sínum málum.
Það breytir því hins vegar ekki, að engu máli skiptir, til hvaða aðgerða er gripið til, við lausn á skuldavanda heimila og fyrirtækja, ef ekki fylgir í kjölfarið, aukin uppbygging og verðmætasköpun.
Hvort sem um er að ræða aðgerðir til lausnar skuldavanda heimila og fyrirtækja, eða til þess að skapa aðstæður til verðmætasköpunnar, hefur stjórnvöldum, mistekist frá A Ö. Það sem meira er og kannski enn alvarlegra er það, að stjórnvöld stæra sig af þeim árangri eða því árangursleysi, er einkennir störf ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stærstu efnahagsmistök sem gerð hafa verið á Íslandi, eru þau að vísitalan var ekki tekin úr sambandi, allavega tímabundið strax eftir Hrun.
Ef það hefði verið gert, væri allt komið á fulla ferð og atvinnuleysi, væri ekki nema brot af því sem það er í dag.
En nú stefnir í að þessi kreppa standi næsta áratuginn,vegna stökkbreyttra lána bæði heimila og fyrirtækja.
Og að plata fólk til að taka út séreignarsparnað upp á ca.60 miljarða, til að borga vogunarsjóðum hæstu vesti í heimi, af ólöglegum gengistryggðum lánum, og stökkbreytum ólöglegum verðtryggðum lánum, ætti að vera saknæmt,því verðtryggð lán eru afleiður sem eru bannaðar í ESB fyri almenning.
Síðan á Seðlabankinn stóran þátt í þessu rugli, stýrivextir ættu að vera svipaðir og í nágranna löndum og ívið læri vegna Hrunsins, en í staðinn hækkar hannn vextina.
Jón Sig. (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 16:45
Afskaplega rétt lýsing ástandsins að mínu áliti.
Held raunar að flest hugsandi fólk sjái hvernig í málinu liggur spurningin er bara: Af hverju lætur það sem svo að það viti ekki betur?
Víkur vitið og skynsemin fyrir einhverju öðru,og þá hverju?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.