Leita í fréttum mbl.is

Hin hliðin á málþófi -röng forgangsröðun.

Málþóf hefur þekkst á Alþingi, svo lengi sem undirritaður man.  Málþófi er gjarnan beitt af stjórnarandstöðu hvers tíma, til þess að annað hvort fá málinu frestað um óákveðinn tíma, eða fá efni þess breytt.

Undirritaður man reyndar ekki hver staða t.d. heimilana og atvinnulífsins var, á þeim tímum er málþóf var stundað, hér áður fyrr.  Undirritaður þorir þó, að fullyrða að hún hafi verið töluvert betri en hún hefur verið frá hruni.

Á síðasta vorþingi, þá var báðum kvótafrumvörpum ríkisstjórnarinnar hent inn á þingið, örfáum dögum fyrir þingið og ætlast til þess að þau yrðu samþykkt, nánast án umræðu, enda lítill tími til umræðna, það sem eftir lifði þingsins.  

Fyrst og fremst vegna þess hversu illa ígrunduð þessi mál voru, þó stjórnarflokarnir hafi tekið sér átta mánuði, eftir að sáttanefndin lauk störfum, til þess að skrifa frumvörpin, upphófst málþóf og stjórnarandstaðan sökuð um að tefja afgreiðslu annarra mála með því að leyfa ekki meingölluðu málinu að fljóta í gegn.  

Miðað við yfirlýsingar flestra er komu að gerð stóra kvótafrumvarpsins, um meingallað frumvarp, þá má jafnvel fagna þessu málþófi.  Enda liggur það í augum uppi, að hefði málið flotið í gegnum þingið sl. vor, þá stæðu nú fyrir dyrum, veigamiklar breytingar á nýsamþykktum lögum um stjórn fiskveiða.

Hverju löggjafarþingi lýkur með svokölluðu septemberþingi, septemberstubb.  Á því þingi er ætlast til þess að þau mál er ekki náðist að afgreiða, áður en Alþingi fór í sumarfrí.  Á lista síðasta septemberþings, voru ótal mál er ekki náðu í gegn sl. vor, sem þverpólitísk sátt var um.

Í stað þess að afgreiða þau mál er sátt var um, var farið í að ræða mál, sem öruggt var að lítil sátt var um í þinginu, stjórnarráðsfrumvarp Jóhönnu.  Eins og við var að búast, upphófst þá málþóf og stjórnarandstöðunni enn og aftur sökuð um það, að halda öðrum málum í gíslingu með málþófinu.

Það var hins vegar vitað, áður en þessi ofangreind tvö mál, voru lögð fram, að töluvert ósætti væri um þau, og illmögulegt að afgreiða þau, á þeim stutta tíma sem var í boði til þess að afgreiða þau fyrir þinglok. (Reyndar tókst að afgreiða Stjórnarráðsfrumvarpið, en það var vegna breytingartillögu frá stjórnarandstöðuþingmönnum). Einnig voru þessi bæði mál þess eðlis, að þau máttu vel bíða þess, að heimilum og atvinnulífi væri komið á réttan kjöl.

 Það er því allt eins ábyrgð stjórnvalda, er hafa dagskrárvaldið á Alþingi, að stór og umdeild mál, sem öruggt er að endi í málþófi séu lögð fram, í tímahraki, er alveg á pari við ábyrgð þeirra er halda málþófinu uppi. Enda er það nær öruggt að ríkisstjórn með ranga forgangsröðun og illa ígrundaðan málatilbúnað, fær málþóf reglulega í andlitið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er góð greining og lýsing á ástandinu. Stjórnin virðist eiga mikinn fjölda þæfingsmála í handraðanum sem þeir henda inn til að fela ástandið og fresta afgreiðslu á mikilvægum málum.

Ég bíð enn eftir því að tillaga koma frá óvitanum Birni Vali Gíslasyni um að gera hringveginn að einstefnugötu.

Björn (IP-tala skráð) 8.10.2011 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband