Leita í fréttum mbl.is

Kjarasamningar og verðbólga.

Fyrir nokkrum dögum er framreiknuð ársverðbólga var birt, fór Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ mikinn og kenndi lanbúnaðnum um hækkandi verðbólgu.  Sagði hann að engar forsendur væru fyrir hækkunum á landbúnaðarvörum.

Það er reyndar ekkert  nýtt að samfylkingarfólk og aðrir ESB-sinnar sjái landbúnaðin sem upphaf og endi alls ills.

En Gylfa ljáðist hins vegar að geta þess, að kannski eigi hann og félagar hans hjá ASÍ einhvern þátt í hækkandi verði á landbúnaðarafurðum.

Í þeim kjarasamningum sem Gylfi sjálfur skrifaði undir í maí síðastliðnum, var samið um að lægstu launin hækkuðu hlutfallslega mest, svo hægt yrði að hífa lágmarkslaun upp í 200.000.- kr. Ca.

Gylfa ætti að vera það ljóst að í hópi þeirra er fengu hlutfallslega mestar launahækkanir eru meðal annars landbúnaðarverkafólk og starfsfólk afurða og pökkunarstöðvum landbúnaðarvara.

Það liggur því þráðbeint við að launakostnaður hækkaði hlutfallslega mest hjá framleiðendum landbúnaðarvara og  hjá afurða og pökkunnarstöðvum þeirra.

Þegar þessi fyrirtæki fara að borga hærri laun, þá eykst kostnaður hjá þeim.  Til þess að mæta auknum kostnaði,  er annað hvort reynt að minnka kostnað (segja upp fólki) eða þá auka tekjurnar  (hækka verð).

Ætli Gylfi sem ku vera hagfræðingur að mennt geri sér ekki grein fyrir þessu?
Eða var þetta frumhluap Gylfa, enn eitt skrumið úr þeim ranni í ,,umboði“  launþega?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Gylfi gerir sér fula grein fyrir þessu og þetta var ekki frumhlaup hjá honum.

Gylfi Arnbjörnsson hefur fyrir löngu kastað frá sér þeim sem borga honum laun og skipt yfir í harða pólitík. Þar skýlir hann sér að baki samtaka launþega en ekki í umboði þeirra.

ASÍ eru samtök stéttarfélaga, ekki pólitísk samtök. Munur á pólitískum samtökum og samtökum launþega eða stéttarfélaga þeirra, er einkum sá að hver sem er getur valið hvort og þá hvaða pólitísku samtökum þeir vilja vera innan, en í samtökum launþega verða allir að vera, hvort sem þeim líkar betur eða verr.

Staða Gylfa í stóli forseta ASÍ er sterk, ekki vegna verka hans þar, heldur vegna þess skipulags sem um samtökin gilda. Hann er ekki kosinn beinni kosningu launþega, heldur fer sú kosning fram á miðstjórnarþingi ASÍ. Ekki getur hver sem er komist þangað inn.

Formenn stéttarfélaga og miðstjórnarmenn eru sjálfkrafa aðilar þar og auk þess fá nokkrir sérvaldir aðgang.

Miðstjórnin er sérvalin innan innmúraðra krata, formenn stéttarfélaga eru flestir í því starfi til að koma sjálfum sér áfram í pólitík.

Einstaka formenn stéttarfélaga hafa tekið þann pól í hæðina að líta á starf sitt sem vörslu fyrir félagsmenn, en massíft er ráðist gegn þeim af varðhundum Gylfa innan miðstjórnar ASÍ. Því meiga þeir sín lítils þegar kemur að kosningum í forsetaembætti ASÍ.

Þess vegna er staða Gylfa sterk innan ASÍ og hann getur verið rólegur í þeim stól og notað hann sjálfum sér til framdráttar, svo lengi sem hann vill. Vald launþega til að fella hann úr sessi er svo fjarlægt að hann þarf lítið að óttast.

Því miður!

Gunnar Heiðarsson, 30.9.2011 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband