25.9.2011 | 19:46
Ríkisstjórnin sjálfri sér verst!!
Þessi frétt sýnir það öðru fremur, að það ferli sem aðildarumsóknin er sögð vera í, af íslenskum stjórnvöldum, er allt annað en það í rauninni er. Samþykkt Alþingis um umsókn að ESB gefur stjórnvöldum ekki sjálfkrafa leyfi til þess að aðlaga íslenskt stjórnkerfi að stjórnkerfi ESB. Samþykktin veitir eingöngu leyfi til viðræðna við ESB. Eins og sjá má sé tengillinn hér að neðan opnaður og lesinn yfir.
http://www.althingi.is/altext/137/s/0038.html
Því ferli er Alþingi veitt stjórnvöldum heimild til að fara í lauk, þegar Framkvæmdastjórn ESB sendi íslenskum stjórnvöldum skýrslu um það, hverju þyrfti að breyta í íslenskri stjórnsýslu, samhliða viðræðum um viðkomandi málaflokka. Samþykkt Alþingis er vitnað er í að ofan kveður eingöngu á um gæslu íslenskra hagsmuna, en ekki um aðlögun þeirra að hagsmunum ESB.
Af þeim sökum, hefði þurft að flytja og fá samþykkta aðra þingsályktun, byggða á skýrslu ESB. Það var hins vegar ekki gert og eru stjórnvöld af þeim sökum án umboðs í öllu aðlögunarferlinu.
ESB lítur hins vegar svo á að með umsókn og því að hafa móttekið skýslu Framkvæmdastjórnarinnar mótmælalaust, þá hafi stjórnvöld gengist undir að framkvæma breytingar á stjórnkerfinu/stjórnsýsluni. Breytingar sem þau hafa ekkert umboð til.
Aðlögun að ESB er því ekki heimil án frekari aðkomu Alþingis.
En þetta er svosem ekki það eina í þessu ferli, sem orkar tvímælis hjá stjórnvöldum. Hvorki utanríkis eða forsætisráðherra, hafa treyst sér til þess í þinginu að tala um samningsmarkmið Íslendinga í þessum samningaviðræðum við ESB og fá þau samþykkt í þinginu. Samt gat Jóhanna Sigurðardóttir rætt þessi samningsmarkmið, sem ekki einu sinni Alþingi Íslendinga fær að vita af, við Angelu Merkel kanslara Þýskalands.
Það er því alveg ljóst að ríkisstjórnin getur engum nema sjálfum sér um kennt, finnist henni ESBsamningaferlið ganga stirt fyrir sig. Ríkisstjórn er felur sig fyrir þjóð sinni og þingi nær engum árangri.
Ber til baka frásögn Evrópuþingmanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef ríkisstjórnin er umboðslaus í aðlögunarferli, þá er hún væntanlega komin út fyrir lög og reglur og þar með meira en umboðslaus hún er þá væntanlega sek um landráð, er ekki tímabært ef svo er að til þess bærir aðilar taki í taumana og stöðvi þessa gerninga?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 21:14
Þessi ríkisstjórn var sek um landráð strax sumarið 2009. Hún fór ekki að lögum þegar hún vann að þingsályktuninni varðandi umsóknina um aðild að ESB. Hún eins og aðrir urðu að fara að lögum. Hún braut stjórnarskránna. Lög um ráðherraábyrgð og síðast en ekki síst hegningalög kafla X gr. 86/7/8 sem fjalla um landráð en þar segir skírt að engin megi gera tillögu að né semja við neitt erlent ríki. Þetta eru lög okkar og það var engin undanþága veitt frá þessum lögum. Þeir eru sekir um Landráð það er víst.
Valdimar Samúelsson, 26.9.2011 kl. 08:51
Við ESB inngöngu fáum við Íslendingar lægri vexti, ekkert gengisfall og engin verðtrygging.
Flest fyrirtæki á Íslandi eru að kalla eftir stöðugleika
Finnst þér óbreytt ástand fínt?
HVað er þín framtíðarsýn í peningamálum?
Sleggjan og Hvellurinn, 26.9.2011 kl. 09:31
Við ESB inngöngu fáum við Íslendingar lægri vexti, ekkert gengisfall og engin verðtrygging.
Þetta er vel framkvæmanlegt hér á landi án þess að fara í ESB og án þess að taka upp evruna (þó ég telji þig ansi bjartsýnann á að þessar breytingar komi með ESB aðild), ekkert gengisfall myndi þýða í staðin, meira atvinnuleysi þó.
Finnst þér óbreytt ástand fínt?
Ástandinu er hægt að breyta án þess að limpast inn í ESB, það þarf bara að vera vilji fyrir því hjá stjórnvöldum.
HVað er þín framtíðarsýn í peningamálum?
Íslenska krónan er ekki vandamálið, það er stjórnunin á krónunni sem er vandamálið, þessu þarf að breyta, að taka upp sama kerfi með öðrum gjaldmiðli (t.d. evru) lagar ekki neitt.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 26.9.2011 kl. 13:24
gerðu þér grein fyrir því halldór að slegguhvellurinn er samspilligar-lydda sem skrifar undir dulnefni og þessar samspillingar-lyddur þær flýja alltaf af vetvangi þegar þeim er mætt með rökum, því þær eru gersamlega rökþrota.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 13:38
Ef við ætlum að búa við krónuna þá munum við búa við hærri vexti, meira gengisflökt og verðtryggingu.
Almenningur mun ekki sætta sig við þetta ástand lengur.
ESB er ein leið útur þessum hremmingum.
Sleggjan og Hvellurinn, 26.9.2011 kl. 13:38
síðan má bæta því við sleggjuhvellur að umræðan hér er um landráð en ekki vaxtakjör.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 13:40
Ég hef aldrei kosið fjórflokkinn og sérstaklega ekki XS og mun aldrei gera það.
En þetta er miklu meira en einföld vaxtakjör. Ástæðan fyrir mótmælunum á Ísland er aðalega vegna þess að skuldir Íslendinga hafa margfaldast. Tunnumótmælin í fyrra snérust um þetta aðalega. Mótmælin 1.okt næstkomandi mun aðalega fjalla um skuldamál heimilana.
Þetta vandamál er tilkomið vegna krónunnar sem féll um helming á einum degi sem var valdandi þess að lánin hækkuðu um helming. Vörur hækkuðu um helming, laun stóðu í stað, verðtreyggingn fór á flug og eigifé í íbúðunum hvarf.
Þeir sem gera lítið úr þessum kjarabótum sem felst í stöðugara gjaldmiðli, lægri vextir og afnám verðtryggingarnar er að gera lítið úr stöðu heimilanan á Íslandi í dag.
Sleggjan og Hvellurinn, 26.9.2011 kl. 13:53
Margur virðist ekki skilja að króna og aðrir gjaldmiðlar eru afleiddar myndir efnahagsstærða og peningastefnu. Þess vegna, m.a., er tilraunin með evruna svona kostnaðarsöm, því hún er byggð á pólitískri óskhyggju sem tekur ekki nægilegt tillit til efnahagslegs raunveruleika. Engum heilvita manni dettur í hug að halda því fram að upptaka erlends gjaldmiðils getur ekki haft kosti í för með sér. Hins vegar er það lífsnauðsynlegt að átta sig einnig á ókostunum. Þeir einstaklingar sem telja erlenda aðila betur til þess fallna að stjórna hér peningamálum og benda m.a. á evruna stunda annað hvort lygaáróður eða miðla úr sínum heimskubrunni. Tilraunin með evruna er að leggja Grikkland í þrot og innan seilingar eru Ítalía og Spánn. Nú eru jafnvel uppi raddir sem segja að kostnaðurinn við að brjóta upp evrusamstarfið að nokkru geti reynst minni en að bjarga efnahagskerfunum við Miðjarðarhafið. Þessi vanhugsaða tilraun, þyrfti þó ekki, ein og sér, að aftra upptöku evru ef hægt væri að sýna fram á kostina ... í stað þess að lepja upp vitleysuna úr einstaklingum á borð við sleggju og hvell (hamar og sigð?). Ætli vaxtakostnaðurinn í sumum ESB löndum, sem búa við mun hærri vexti en Ísland - já, mun hærri - sé það sem bent er á? Varla eiga menn við að á Íslandi myndu evruvíxlar verða seldir með sömu afföllum og í stórríkinu Þýskalandi. Nei, heimska af þessu tagi er ekki bjóðandi - nema e.t.v. evrutrúboðum. EN - landráðahugmyndir eru e.t.v. heldur langt sóttar - þó hugmyndin sé freistandi. Á meðan þjóðin hefur ekki dug í sér til þess að kasta af sér þessu stjórnvaldsoki þá er kannski ekki von á öðru en að þjóðin þjáist. Vont er það.
Ólafur Als, 26.9.2011 kl. 14:19
Ég veit ekki hvort Ólafur er að fylgjast með en það er enginn að fara úr evru samstarfinu. Það er bara staðreynd.
Vandi Grikkja er þeim sjálfum að kenna. Ekki evrunni. Það er fínt að leyfa sér að hætta að vinna 55ára og borga skatta þegar maður nennir en það gengur ekki til lengdar... það tengist evrunni ekki neitt. Í rauninni væri Grikkland löngu orðið gjaldþorta ef það væri ekki fyrir ESB.
Kostnaður við krónuna er mun meiri en kostnaður við Evruna. Hvað kostar að reka Seðlabanka Íslands með sínum ofurlaunum. Hvað kostar að halda úti gjaldeyrisvarasjóði? Hvað kostar heimili í landinu mikið með þessar Íslensku okurvexti og verðtryggingu?
Nýsköpunarfyrirtækin í Íslandi eru á einu máli. Þau flottu og stóru fyrirtæki sem nota mannauðinn til að skapa tekjur ekki auðlindir. Þessi fyrirtæki geta flutt höfuðstöðvar til EU eða USA á einum degi.
http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Ossur.pdf
http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Marel.pdf
http://www.pressan.is/mpressanis/Lesa/ccp-ihugar-ad-flytja-ur-landi-vegna-kronunnar--esb-eina-leidin
Sleggjan og Hvellurinn, 26.9.2011 kl. 14:43
Í umræðu um evrukrísuna var síðast í gær rætt við fjármálasérfræðinga á BBC, sem ræddu um að kostnaðurinn við ap brjóta upp að hluta evrusamstarfið gæti reynst ódýrara en að gera það ekki. Hér takast á tvö öfl, að minnsta kosti; peningamarkaðir, sem hafa ekki trú á því sem hitt aflið vill; hið pólitíska. Fulltrúar evrópska samrunans eru í vörn og enn óséð um hvert muni stefna. Hugur þeirra er að vernda völd sín og hugmyndafræði, sem þessa dagana fer ekki saman við hag milljóna þegna innan sambandsins. Enn er óljóst um framvindu mála.
Evrusamstarfið gerði Grikkjum kleyft að safna skuldum - það er hinn efnahagslegi raunveruleiki, sem hinn pólitíski samrunavilji tók ekki mið af. Var eitthvað í efnahagslegum raunveruleika Grikkja sem átti að koma mönnum á óvart? Þóttust menn ekki vita af spillingunni, skattastefnu eða öðru sem hefur áhrif á efnahag þjóðar? Þessi stefna - að treysta á gjaldmiðil sem ekki tekur tillit til innri þátta eins ríkis - er sem kverkatak á grískri þjóð nú. Án þessa hefði grískum stjórnvöldum aldrei tekist að safna svo miklum skuldum. Með eigin gjaldmiðil hefði ástandið aldrei getað orðið svona slæmt - ergo er ályktun hamars og sigðar röng.
Það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenska þjóð að ræða um gjaldeyrismál og annað sem varðar peningastefnu þjóðarinnar. Á meðal þeirra sem boða upptöku annars gjaldmiðils eru margir ágætir einstaklingar, sem færa prýðileg rök fyrir sínu máli. Í mínum huga hafa trúboðar ESB og evru eyðilegt þessa umræðu með vanþekkingu og innihaldslausum áróðri. Hugur þeirra dvelur í Brussel og þá varðar minna um hag Íslands en þeirra trúarbragða sem þeir boða.
Ólafur Als, 26.9.2011 kl. 15:16
Ég bendi bara aftur á færsluna mína hérna fyrir ofan. Felst fyrirtæki á Íslandi sem ekki beinlinis hagnast á að lækka laun almennings með gengsifalli (kvótakongarnir) vilja stöðugleika. Þau vilja í ESB.
Þetta eru ekki trúboðar ESB einsog sumir vilja halda fram. Þetta eru forstjórar og starfsmenn fyrirtækja sem er að gefa þúsundir Íslendinga vel launuð störf og skapa millljarða í gjaldeyristekjur fyrir land og þjóð.
Ég hvet fólk að lesa þessa linka
http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Ossur.pdf
http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Marel.pdf
http://www.pressan.is/mpressanis/Lesa/ccp-ihugar-ad-flytja-ur-landi-vegna-kronunnar--esb-eina-leidin
Gæti verið holl lesning fyrir flesta.
Sleggjan og Hvellurinn, 26.9.2011 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.