Leita í fréttum mbl.is

Aumingja Jóhanna!!!!!

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar greinar í dagblöð um nauðsyn þess að afnema verðtrygginguna.  Birtist þa´ekki einhver nefnd sem hún sjálf skipaði um verðtrygginguna og segir að það sé bara ekki nokkur vegur að afnema verðtrygginguna.

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar greinar í blöð um skattpíningu stjórnvalda á eldsneytisverði.  Kemur þá ekki einhver fjármálaráðherra, í hennar eigin ríkisstjórn og skattleggur eldsneytisverð upp í rjáfur.

Hjarta Jóhönnu Sigurðardóttur slær með heimilunum í landinu.  Kemur þá ekki þessi sami fjármálaráðherra, í hennar eigin ríkisstjórn og selur kröfuhöfum bankana, skjaldborgina sem hún ætlaði að slá um heimilin í landinu.

Jóhanna Sigurðardóttir réð seðlabankastjóra í opnu ráðningarferli þar sem allt, þar á meðal laun voru upp á borðinu.  Birtist þá ekki  formaður stjórnar Seðlabankans, er Jóhanna sjálf skipaði, og vill hækka laun seðlabankastjóra um heilar 400 þús. Krónur.

Jóhanna Sigurðardóttir berst í áraraðir fyrir nýjum og bættum jafnréttislögum og fær þau loks í gegn. Birtist þá ekki einhver mannauðsfræðingur og valnefnd er  Jóhanna sjálf skipaði og brjóta þessi jafnréttislög.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur um árabil barist gegn kynbundnum launamismun í landinu.  Birtast þá ekki einhverjir forstjórar ríkisstofnana og auka launamismunin, loksins þegar Jóhanna Sigurðardóttir er orðin forsætisráðherra!!!!

Undirritaður fær vart orða bundist yfir því hvað allir eru nú vondir við hana Jóhönnu!!!


mbl.is Aukinn launamunur kynjanna skelfileg þróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já Kalli minn, það er ekki hægt annað en vorkenna henni Jóhönnu, það gengur ekkert upp hjá henni.

Því miður rættist spá hennar, hennar tími kom og var hvorki henni né þjóðinni til góðs.

Jón Ríkharðsson, 19.9.2011 kl. 23:30

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er kannski hægt að segja "aumingja Jóhanna", en það er þó erfitt. Það er erfitt að vorkenna þeim sem skapar sinn aumingjahátt sjálf.

Þegar Jóhanna sagði í ræðu, sumarið 2009, að Hrafnseyri væri við Dyrafjörð, héldu margir að hún hefði mismælt sig, eða að vit Hrannars væri að opinberast.

En Jóhanna fór til Þýskalands og hitt Angelu Merkel, þar kynnti hún samningsmarkmið Íslands í landbúnaðar og sjávarútvegsmálum, samningsmarkmið sem þó virðast ekki vera til.

Þegar árásir voru á Össur vegna stríðátakana í Lýbíu, sagði Jóhanna að hún treysti Össur fullkomlega, enda væri hann að framfylgja ályktun Alþingis. Sú ályktun er þó ekki til og hefur aldrei verið.

Nú talar Jóhanna um "vísindaveið" á hval við Ísland. Þeim lauk árið 2007, eða fyrir rúmum fjórum árum.

Svona væri lengi hægt að telja, ummæli og fullyrðingar Jóhönnu hafa oftar en ekki verið utan raunveruleikans. Því er guðsmildi að löggjafarvaldinu skildi takast að að hrinda af höndum sér þá tilraun hennar að auka völd sín.

Jóhanna er komin til ára sinna og kannski ekki óeðlilegt að minni hennar sé farið að rýrna, en þá á hún að hafa vit á að draga sig í hlé. Ef hún ekki gerir það sjálf, er það skylda Samfylkingar að koma henni frá völdum.

Því miður hafa félagar þess stjórnmálaflokks ákveðið að hún haldi völdum innan flokksins næstu tvö ár.

Gunnar Heiðarsson, 20.9.2011 kl. 08:46

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er sammála þér Gunnar, það er á ábyrgð Samfylkingarinnar að koma henni frá völdum, Jóhanna er búin að valda okkur miklum skaða og verri forsætisráðherra er ekki hægt að hugsa sér.

En ég á bágt með að láta mér líka illa við Jóhönnu, því hún er að reyna sitt besta, hún er bara ekki meiri bógur en þetta og hún hefur aldrei verið góður stjórnmálamaður.

Hún barðist fyrir húsbréfunum, þau voru ekki alslæm en virkuðu illa á heildina litið, hún vildi byggja dýr félagsleg húsnæði út um allt land og það virkaði ekki vel, svo mætti lengi telja.

Ef það er merki um góðan stjórnmálamann að skammast yfir óréttlæti heimsins og vera velviljaður í garð minnimáttar, þá eru kröfurnar ekki miklar til stjórnmálamanna.

Jón Ríkharðsson, 20.9.2011 kl. 10:35

4 Smámynd: Elle_

Nei, ekki ´aumingja Jóhanna´ eða ´vesalings Jóhanna´.   Stórskaðlegur stjórnmálamaður og engin vorkunn.  Það ætti að vera skylda alþingis að koma henni frá völdum og núna strax.  

Elle_, 20.9.2011 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband