Leita í fréttum mbl.is

Varaskeifur Jóhönnustjórnarinnar.

Eins og staðan er í dag, þá tórir ríkisstjórnin á eins manns meirihluta, þ.e. að þingmenn stjórnarflokkana eru nú um stundir 32.  Í þessum þrjátíu og tveggja manna hópi eru nærri því jafnmargar sérþarfir og skilyrði fyrir því að ,,stærstu mál“ ríkisstjórnarinar nái í gegnum þingið.  Þarf ríkisstjórnin því, oftar en ekki að leita á náðir stjórnarandstöðuþingmanna, til þess að fá frumvörp sín samþykkt í þinginu.

  Enda óþarfi að mati forsætisráðherra, að stjórnarfrumvörp, njóti stuðnings allra ráðherra ríkisstjórnarinnar.  Eingöngu sé nóg að forsætisráðherra vilji að ákveðin frumvörp verði að lögum, til þess að kalla megi, frumörpin stjórnarfrumvörp.

Flest þessara stóru mála eru þess eðlis, að felldi þingið þau, þá væri líklegast stjórnin sprungin og kosningar, vafalaust það eina í kortunum.

Þingkosningar þýða undatekningalaust að einhverjir þingmenn missa vinnuna  sína  (þingsæti sitt), til annnarra einstaklinga.

Þeir einstaklingar sem skipa varamannabekk Jóhönnustjórnarinnar, þingmenn Hreyfingarinnar ásamt þeim Siv Friðleifsdóttur og Guðmundi Steingrímssyni, réttlæta stuðning sinn við ríkisstjórn er vinnur markvisst að því að þvælast fyrir atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun, ásamt því að hafa veitt kröfuhöfum bankana veiðileyfi á heimilin í landinu, með því að nauðsyn sé á nýrri stjórnarskrá eða þá að nauðsynlegt sé að halda aðlögunnarferlinu að ESB áfram.

Jafnvel gæti samkomulag um ,,feitan bita" einhvers staðar í stjórnsýslunni, skýrt afstöðu þessara þingmanna.  En þess ber þó að geta, að Jóhanna Sigurðardóttir gerir alla jafna ekki samkomulag við fólk, nema hún geti mögulega svikið það.

Það má alveg taka ofan fyrir fólki sem reynir að vinna hugðarefnum sínum brautargengi  í þinginu.  En hvað varðar fimmmenningana er ég nefni hér að ofan, þá er ég snöggur að setja hattinn aftur á hausinn.

Þessi fimm láta sér í stuttu máli, léttu rúmi liggja, þó heimilin og fyrirtækin í landinu brenni út og sogist beint ofan í gjaldþrotaspíralinn. 

Í þeim mótmælum sem efnt hefur verið til, gegn ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, hafa þingmenn Hreyfingarinnar getað skroppið út á Austurvöll og öðlast kortersfrægð og klapp á bakið fyrir svokölluð  ,,verk“ sín til umbóta í landinu. 

Hins vegar hljóta þeir mótmælendur er mæta á Austurvöll þann 1. okt. nk. að sjá í gegnum skrumið hjá þingmönnum Hreyfingarinnar.  Enda er ekki  bæði hægt að styðja stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og vinna að umbreytingum á þjóðfelaginu af heilum hug á sama tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband