Leita í fréttum mbl.is

Spuninn um hinn samningsfúsa forsætisráðherra.

 Það er nánast undantekningalaust þannig að öll þau mál sem Jóhanna Sigurðardóttir, leggur fram í þinginu eða leggur hart að samráðherrum sínum að gera, eru lögð fram í miklum ágreiningi í þinginu.  Ágreiningi sem ekki eingöngu á við stjórnarandstöðuna, heldur einnig oftar en ekki ráðherra í ríkisstjórninni og aðra stjórnarþingmenn. Ágreiningur þessi verður oftast nær til vegna þess að ekki hefur leitað sátt um málið áður en það er lagt fram. Heldur er vaðið áfram af frekju og óbilgirni frá hendi forsætisráðherra. 

Eins eru mál þessi og eða framlagning þeirra það ósvífin, að venjulegum manni með snefil af skynsemi dytti ekki í hug að ljá þeim atkvæði sitt.

 Svo gerist það að málið kemst í þá stöðu að vera ,,óleysanlegt" með öllu, nema einhver höggvi á hnútinn. Oftar en ekki hafa það verið þingmenn stjórnarandstöðunnar, er lagt hafa fram tillögu, er sjattla þessi mál öll.

En þá kemur í ljós hvað frekjan í óbilgirnin í Jóhönnu, færir henni mikið svigrúm, til þess að berja sér á brjóst og þakka sjálfri sér, fyrir hina ,,víðtæku samstöðu á Alþingi.

Trixið er semsagt, leggja fram nógu andskoti ónýtt mál og þakka svo sjalfri sér, fyrir að hafa fallist á nauðsynlegar  úrbætur á málinu.  Þegar að málið ,óbreytt, hefði aldrei náð í gegn, enda oftar en ekki, ekki einu sinni samstaða um málið í stjórnarflokkum eða ríkisstjórn.


mbl.is Stjórnarráðsfrumvarp til 3. umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Sammála! Hvernig á henni þá eftir að líða í stjórnarsndstöðu, skyldi hún segja af sér og Ingibjörg Sólrún koma inn úr því að þeir eiga engan betri forustumann innan sinna raða?

Sandy, 17.9.2011 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband