4.9.2011 | 19:28
Sama hvaðan ,,gott" kemur hjá Samfó?
Það er óhætt að segja að fjárfestingaráform Kínverjans sem hyggst kaupa Grímsstaði á Fjöllum, hafi vakið viðbrögð meðal þjóðarinnar. Sitt sýnist hverjum, eins og eðlilegt er.
Hvað stjórnmálaflokkana varðar, þá er merkjanleg andstaða við áformin í þeim öllum, utan Samfylkingar. Reyndar kemur það ekki á óvart. Án þess að fara í djúpar rannsóknir á tengslum kínverjans við íslenska aðila, þá enda tengslin inn í Samfylkingunni.
Mágur utanríkisráðherra, Hjörleifur Sveinbjarnarson stundaði nám í Kína með Kínverjanum, fyrir nokkrum áratugum og hefur síðan haldið tengslum við hann.
Talsmaður Kínverjans hér á landi, Halldór Jóhannsson er helsti ráðgjafi Össurar Skarphéðinssonar í málefnum Norðurslóða, auk þess sem hann veitti stjórnvöldum ráðgjöf varðandi stórskipahöfn í Gunnólfvík og alþjóðaflugvöll við Þórshöfn á Langanesi.
Hallldór þessi var með einkarétt á Akureyri á sölu miða á leiki er þar fóru fram á HM95 í handbolta. Klúðraðist það mál gjörsamlega í höndum Halldórs og þurfti Akureyrarbær að reiða fram 14 milljónir, vegna ábyrgðar í málinu. Auk þess sem að Halldór var kærður til RLR, vegna þessa máls.
Svo má nefna lakkrísverkssmiðjuævintýri í Kína, gjaldþrot nokkurra teiknistofa og Ferðaskrifstofunar Ratvíss, þegar viðskiptaferill Halldórs er tekinn saman, í stuttu máli.
Svo má nefna að ráðgjafi Kínverjans hér á landi heitir Lúðvík Bergvinsson sem er fyrrv. þingmaður Samfylkingar í Suðurkjördæmi. Lúðvík starfar nú sem lögfræðingur.
Það er því nokkuð ljóst að hér er í uppsiglingu enn eitt deilumálið milli stjórnarflokkana í uppsiglingu og eflaust vonlítið fyrir Samfylkingu að fá stuðning stjórnarandstöðunnar í málinu, eins t.d. gert var í tilfelli gagnavers Novators í Keflavík. Það er einnig ljóst að Samfylkingin lúffar ekki í þessu máli, án láta innan flokksins.
Enda er mottóið: ,,Sama hvaðan gott kemur", í hávegum haft hjá Samfylkingunni og gildir þá einu, um hvað sé að ræða.
![]() |
Óeðlilegt að geta keypt stórar jarðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta er augljóslega samsæri Samfylkingar, ESB, KGB (bæði enda á B) og ÓRG -- alltsaman útibú frá samfó. Ég er svo innilega sammála Bjarna B. Við viljum ekkert nema hvíta auðmenn og þeir eiga bara að fjárfesta í því sem við viljum að þeir fjárfesti í -- hvernig væri t.d. að bjóða út Strætó? Já eða hvalveiðiskip? Svo má benda Kínverjanum á að Perlan er til sölu (kannski að Davíð fáist í kaupbæti).
Pétur (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.