Leita í fréttum mbl.is

Sama hvaðan ,,gott" kemur hjá Samfó?

Það er óhætt að segja að fjárfestingaráform Kínverjans sem hyggst kaupa Grímsstaði á Fjöllum, hafi vakið viðbrögð meðal þjóðarinnar.  Sitt sýnist hverjum, eins og eðlilegt er. 

Hvað stjórnmálaflokkana varðar, þá er merkjanleg andstaða við áformin í þeim öllum, utan Samfylkingar. Reyndar kemur það ekki á óvart.  Án þess að fara í djúpar rannsóknir á tengslum kínverjans við íslenska aðila, þá enda tengslin inn í Samfylkingunni.

 Mágur utanríkisráðherra, Hjörleifur Sveinbjarnarson stundaði nám í Kína með Kínverjanum, fyrir nokkrum áratugum og hefur síðan haldið tengslum við hann. 

Talsmaður Kínverjans hér á landi, Halldór Jóhannsson er helsti ráðgjafi Össurar Skarphéðinssonar í málefnum Norðurslóða, auk þess sem hann veitti stjórnvöldum ráðgjöf varðandi stórskipahöfn í Gunnólfvík og alþjóðaflugvöll við Þórshöfn á Langanesi.

Hallldór þessi var með einkarétt á Akureyri á sölu miða á leiki er þar fóru fram á HM95 í handbolta.  Klúðraðist það mál gjörsamlega í höndum Halldórs og þurfti Akureyrarbær að reiða fram 14 milljónir, vegna ábyrgðar í málinu. Auk þess sem að Halldór var kærður til RLR, vegna þessa máls.

  Svo má nefna lakkrísverkssmiðjuævintýri í Kína, gjaldþrot nokkurra teiknistofa og Ferðaskrifstofunar Ratvíss, þegar viðskiptaferill Halldórs er tekinn saman, í stuttu máli.

 Svo má nefna að ráðgjafi Kínverjans hér á landi heitir Lúðvík Bergvinsson sem er fyrrv. þingmaður Samfylkingar í Suðurkjördæmi.  Lúðvík starfar nú sem lögfræðingur.

 Það er því nokkuð ljóst að hér er í uppsiglingu enn eitt deilumálið milli stjórnarflokkana í uppsiglingu og eflaust vonlítið fyrir Samfylkingu að fá stuðning stjórnarandstöðunnar í málinu, eins t.d. gert var í tilfelli gagnavers Novators í Keflavík.  Það er einnig ljóst að Samfylkingin lúffar ekki í þessu máli, án láta innan flokksins. 

 Enda er mottóið: ,,Sama hvaðan gott kemur", í hávegum haft hjá Samfylkingunni og gildir þá einu, um hvað sé að ræða.


mbl.is Óeðlilegt að geta keypt stórar jarðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er augljóslega samsæri Samfylkingar, ESB, KGB (bæði enda á B) og ÓRG -- alltsaman útibú frá samfó. Ég er svo innilega sammála Bjarna B. Við viljum ekkert nema hvíta auðmenn og þeir eiga bara að fjárfesta í því sem við viljum að þeir fjárfesti í -- hvernig væri t.d. að bjóða út Strætó? Já eða hvalveiðiskip? Svo má benda Kínverjanum á að Perlan er til sölu (kannski að Davíð fáist í kaupbæti).

Pétur (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband