Leita í fréttum mbl.is

Ónýtir samningar strax við undirritun.

Miðað við efndir stjórnvalda á stöðugleikasáttmálanum, þá er ekki ofsagt að bjartsýni þeirra er töldu, kjarasamninga þá er skrifað var undir í vor, vísir til betri framtíðar fyrir hinn almenna launamann, óraunhæf og draumkennd.

 Það er alltaf þannig að þegar nýir kjarasamingar, sem innihalda launahækkanir eru gerðir, þá þarf að koma á móti tekjuaukning hjá þeim er greiða launin.  Þar er bæði átt við fyrirtækin í landinu og svo ríkið, sem gerði jú svipaða samninga við sína starfsmenn, líkt og almenni markaðurinn gerði.

Til þess að slíkt gangi eftir, þarf störfum hér á landi að fjölga verulega, fjárfestingar og landsframsleiðsla að aukast svo um munar.

Ekkert af þessu ofantöldu, er á framkvæmdalista núverandi ríkisstjórnar, þó svo að eitthvað sé jú talað um að gera eitt og annað.  

Staðan er hins vegar sú og hefur verið lengi, að tími orða er löngu liðinn og tími framkvæmda og fjárfestinga, löngu genginn í garð.  Heimilin og fyrirtækin í landinu hafa ekkert við orð að gera, þau þurfa auknar tekjur, ekki brotin loforð um mögulega tekju og kaupmáttaraukningu.

Allt ofantalið um tekjuaukningu, fjárfestingar og aukningu landsframleiðslu, er svo lykillinn að því að hér á landi verði lífvænlegt, á komandi árum og áratugum.

 Meðalaldur landsmanna fer hækkandi með ári hverju, sem að þýðir að æ færri skattgreiðendur standa eftir til þess að halda uppi velferðarþjónustunni og öðru sem nauðsynlegt er, svo þjóðfélagið funkeri sem gott er að búa í.

Aukin landsframleiðsla breikkar skattstofna, sem eykur svo tekjur ríkissjóðs, sem og þjóðarinnar. Það er í rauninni forsenda þess að hér verði búandi næstu áratugina.  

Að öðrum kosti er ekkert annað í kortunum, en enn frekari skattahækkanir og niðurskurður í velferðarkerfinu, sem leiðir svo til enn frekari kaupmáttarskerðingar og verri stöðu Ríkissjóðs.

 Það ætti því að vera öllum ljóst, að núverandi ríkisstjórn, er ekki að fara að vinna að þessum hlutum þjóðinni til heilla.  


mbl.is Nánast 100% víst að kaupmáttarforsendan stenst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband