Leita í fréttum mbl.is

Kannski ætti Vg. að líta sér nær?

Krafan um rannsókn á Sp-Kef er kannski það eina eða með því fáu sem kemur af viti frá þessum flokksráðsfundi.  En hvað hin tvö atriðin sem tiltekin eru, ættu Vg-liðar kannski að líta sér nær.

Salan á Hs-Orku eða langstærstur hluti hennar fór fram á vakt Vg. í ríkisstjórn og hafði flokkurinn í raun heilan vetur til þess að krefjast lagabreytinga er hnekkt hefðu sölunni.  Eflaust hefur þeim skort kjark til þess að styggja samstarfsflokkinn í ríkisstjórn með slíku og eflaust líka ESB aðlögunnarferlið.

Viðskiptin voru jú möguleg vegna ákvæða EES-samningsins og varla hefði það þótt gæfulegt í miðju aðildarferli að ESB, að krefjast frekari undanþága frá EES-samningnum. 

Þess í stað er í rauninni lögð til sú leið að ríkið taki til sín HS- Orku með ómældum kostnaði fyrir tóman ríkissjóð.  M.ö.o. taka lán fyrir kaupunum/upptökunni.

 Hvað Landhelgisgæsluna varðar, þá eru málefni hennar á hendi Ögmundar Jónassonar Innanríkisráðherra, sem er ef ég man rétt, einmitt þingmaður Vg. 

Nema auðvitað að ráðherrann og þingmaðurinn séu ekki sami maðurinn.


mbl.is Rannsaki Sparisjóð Keflavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

þetta kallast flokksræði umfram líðræði það verður fjórflokknum að falli í næstu kosningum!

Sigurður Haraldsson, 28.8.2011 kl. 21:47

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Sælir.

Þvím iður lítur allt útfyrir að Samspillum WC hafi tekist að reysa úr rústunum eitt minnismerki um galma tíma... annað en hama og sigð, nefnilega bláa fálkann og 38% stuðning við Sjallana. 

Það hefðu þeir ALDREI getað gert sjálfir.

Óskar Guðmundsson, 29.8.2011 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband