Leita í fréttum mbl.is

Nítjándu aldar speki Vg. í ríkisfjármálum.

Skattar á fólk og fyrirtæki, eru fyrir lifandis löngu komnir yfir öll velsæmismörk.  Vanti ríkissjóði fjármagn, þá þarf fyrir það fyrsta að stækka  skattstofna, tekju og neysluskatta.  Ein leið til þess er skapa hér aðstæður, sem vinna með aukinni atvinnu og verðmætasköpun, en ekki aðstæður sem vinna gegn þessum atriðum. Líkt og gert hefur verið þá mánuði sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur setið að völdum.

Þó svo að það virðist sem að eitthvað dragi hér úr atvinnuleysi, þá er það ekki svo, að verðmætaskapandi störfum hér hafi fjölgað, í réttu hlutfalli við minna atvinnuleysi.  Væri svo, þá myndi hagur ríkissjóðs  hafa batnað um að minnsta kosti 3 milljónir, fyrir hvern þann sem færi af atvinnuleysisskrá, fyrir utan auðvitað að viðkomandi myndi leggja meira til samfélagsins í formi þess að neysla hans myndi aukast. Tekjur verslunar og þjónustu aukast, sem og atvinna í greininni og skattstofn neysluskatta stækkar, sem leiðir svo af sér hærri tekjur ríkissjóðs, án frekari hækkana á skatthlutfalli.

Meðfram aukinni atvinnu og verðmætasköpun, ætti svo að fara í það, að skera alla fitu af stjórnsýslunni, hætta þessari gengdarlausu áráttu að stofna starfshópa og nefndir um alla skapaða hluti, taka upp nútíma samskiptatækni, sem dregið gæti úr ferða og fundarkostnaði, svo dæmi sé tekið. 

Eins þyrfti að endurskoða og endurskipuleggja, með niðurskurð í huga, utanríkisþjónustuna.  Samræma störf sendiráða, með það fyrir augum að fækka þeim.

Að lokum gætu þessir ágætu flokksráðsfulltrúar, lagt til að fjáráustri vegna ESB-umsóknar verði hætt, enda telur flokkurinn að Ísland sé betur borgið utan ESB.  Það er því í besta falli mótsagnakennt, að flokkurinn bakki upp umsóknina.

 Umsóknina mætti leggja til hliðar og kjósa um, samhliða næstu þingkosningum, hvort halda ætti umsóknar/aðlögunnarferlinu áfram.  Tímann þangað til mætti svo nota til þess að kynna þjóðinni á hreinskiptinn og málefnalegan hátt, án allra undanbragða og flækjustigsmálalegginga, hvað í rauninni fellst í þessari aðlögun.


mbl.is Betra að hækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tilhneiging til aukinnar útþenslu ríkisumsvifa heldur áfram.

Eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei farið frá völdum...

Guðmundur Ásgeirsson, 27.8.2011 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband