Leita í fréttum mbl.is

Stjórnlagaverktaki og umboð þjóðar.............

Í þessari könnun MMR má sjá að traust þjóðarinnar til Alþingis, fer ekki vaxandi.  Þá staðreynd nýtir einn þeirra verktaka, Illugi Jökulsson, sem innan við helmingur þingmanna, réð til þess að skrifa nýtt frumvarp að stjónarskrá íslenska lýðveldisins.

Í eyjubloggi sínu segir Illugi meðal annars:

,,Fyrir okkur í stjórnlagaráði er það frekar óskemmtileg tilhugsun að margir af hinum lítt traustsverðu þingmönnum telja eindregið að þeim beri einhver réttur og skylda til að krukka í stjórnarskrárfrumvarpið okkar áður en þjóðin sjálf fær að segja álit sitt á því."

En hvað sem pælingum Illuga og eflaust fleiri stjórnlagaverktaka líður, þá er staðan í raun ekkert flóknari en þessi:

Stjórnlagaráðið var í rauninni ráðið sem verktakahópur til þess að skrifa drög að frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár. Allt tal um umboð þjóðarinnar er í rauninni fjarstæða, þar sem svokallað umboð var fengið með ólögmætum hætti að mati Hæstaréttar.

En svo er auðvitað í gildi stjórnarskrá, sem segir á skýran hátt, hverjir eigi að ,,véla" með stjórnarskrá Íslands...... Og það er ekki einhver verktakahópur sem á að sinna því verki....


mbl.is Meiri áhersla á banka en heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Tillaga "stjórnlagaráðs" á lítið skylt við stjórnarskrá. Þetta er mun líkara stefnuyfirlýsingu einhvers stjórnmálaflokks, enda hefur komið á daginn að sumir þeirra sem skipaðir voru í "stjórnlagaráðið" hafa sagt að ekki sé loku fyrir það skotið að sá hópur sem skipaður var í ráðið muni bjóða fram til þings í næstu kosningum.

Stefnuyfirlýsingin er þá tilbúin en mikið verk er þó eftir fyrir þetta fólk til að vinna atkvæðin. Ekki kemur þessi hópur fólks mörgum á þing með þeim atkvæðafjölda sem hann fékk í ólöglegu kosningunni til stjórnlagaþings. Því má reikna með að slagurinn verði þeim erfiðari þegar keppa þarf við aðra um atkvæðin!

Gunnar Heiðarsson, 17.8.2011 kl. 21:58

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Vel mælt, Kristinn Karl.

Axel Jóhann Axelsson, 17.8.2011 kl. 22:59

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.8.2011 kl. 00:45

4 Smámynd: Snorri Hansson

Stjórnlagaráð var nefnd sem Alþingi réð til að gera uppkast. Það væri svolítið sérstakt ef allar nefndir þingsins væru með þennan steyting að loknum störfum.

Snorri Hansson, 18.8.2011 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband