Leita í fréttum mbl.is

Sumarkveðja alþýðuleiðtogans.

Alþýðuleiðtoginn og jafnréttissinninn, Jóhanna Sigurðardóttir, gjörir kunnugt að hún hyggist fórna sér næstu tvö ár, hið minnsta, í að leiða þjóðina til frekari hörmunga.  Eingöngu þó vegna þess að annað skapar bara pólitíska óvissu og kaos. 

 Það væri nú varla ábætandi þá óvissu sem nú er um öll þau mál sem ríkisstjórnin þarf að semja við þingmenn eigin flokka um, til þess að koma flestum sínum málum í gegnum þingið.

 Þess má þó geta að til þess að slá á þessi vandræði stjórnarflokkanna, gæti farið svo að sóttur verði liðstyrkur til þingmanna annarra flokka.  Er þá sér í lagi litið þeirra þingmanna, er óttast atvinnumissi, ef boðað yrði kosninga fljótlega.

  Væri það vart á þjóðina leggjandi að efna til ennfrekari óvissu með því að boða til kosninga. Það væri  þjóðinni nægur hausverkur  að kjósa sér til þings fólk sem hún treysti til betri verka, en núverandi stjórnarmeirihluti státar af. Það væri  í rauninni skepnuskapur að bjóða þjóðinni einnig  upp á það að hafa áhyggjur af afdrifum þeirra þingmanna er kastað yrði út í kuldann í þeim kosningum. 

 Hollast er líklegast fyrir alþýðuna að venjast því bara að herða enn frekar sultarólina og læra að lifa með óttanum um atvinnumissi hver mánaðarmót.  Óttinn við að eiga ekki fyrir nauðþurftum og afborgunum lána er því miður fylgifiskur þessara fórna.  En hverju fórnar ekki íslensk alþýða ekki til þess að forðast þá pólitíksu óvissu og þá von um skárri kjör er kosningar til Alþingis, gætu veitt henni?

Alþýðuleiðtoginn harmar einnig þann misskilning varðandi kosningaloforðin um 6000 ný störf, í aðdraganda kosninganna vorið 2009.  Þar var átt við 6000 ný störf í Noregi og annars staðar í Skandinavíu.  Þess ber þó að geta að einhverjir misskildu ekki loforðin, þar sem fólksflótti Íslendinga frá eigin landi, í atvinnuleit, hefur sjaldan eða aldrei verið meiri.

 Íslenskri alþýðu er þó bent að það að láta ekki hugfallast. Veturinn og vorið 2013 verða boðaðar miklar breytingar á högum alþýðunnar, gríðarfjöldi nýrra starfa hérlendis, auk frekar hagsældar.  En nauðsynlegt mun vera að lofa slíku þá, því þá hyggst alþyðuleiðtoginn Jóhanna, eða arftaki hennar óska eftir umboði alþýðunnar, til frekari starfa í umboði hennar. 

 


mbl.is Jóhanna gefur kost á sér áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband