Leita í fréttum mbl.is

Verður grafskift hinnar norrænu velferðarstjórnar ,,tilgangslausar viðræður"?

Stækkunnarnefnd ESB fylgist eðlilega með stjórnmálaþróun í þeim löndum, sem sækja um aðild að ESB, því að ekki er aðildarumsókn, tekin með slíkri léttúð í Brussel að æskilegt þyki að umsókn sé notuð sem skiptimynt í stjórnarmyndunnarviðræðum.

Skömmu fyrir þjóðaratkvæðið um Icesave, kom út skýrsla stækkunnarnefndarinnar, vegna aðildarumsóknar Samfylkingar að ESB.

Lokaorð skýrslunnar eru þessi:

„Stefnt er að því að ljúka rýnivinnu í júní 2011, þar með verður opnuð leið fyrir raunverulegum viðræðum undir forsæti Pólverja [innan ESB] næsta haust. Íslenska ríkisstjórnin er sjálf klofin í afstöðu til málsins. VG samþykkti aðildarumsóknina með trega við gerð stjórnarsáttmála við Samfylkinguna, án þess þó að skuldbinda sig á nokkurn hátt til að styðja væntanlegan aðildarsamning. Utanríkisráðuneytið leggur sig mjög fram til að gera ferlið eins gegnsætt og unnt er með upplýsingarskrifstofu í Reykjavík og vefsíðu þar sem hverju skrefi í rýnivinnunni hefur verið lýst.

Vilji menn kynnast því hve Íslendingar leggja mikla áherslu á að hafa full yfirráð yfir sjávarauðlindum þjóðarinnar, nægir þeim að líta til þorskastríðanna við Breta á tíma kalda stríðsins. Margir Íslendinga eru því í mjög miklum vafa þegar þeir líta til ESB-aðildar sem hafi í för með sér uppgjöf fullveldis, einkum vegna sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB. Að þeirra mati er enn einfaldlega óhugsandi að þjóðin afsali sér fullum yfirráðum yfir mikilvægustu náttúruauðlind sinni, af þeim sökum komast upplýstir rannsakendur að þessari niðurstöðu: „viðræðum [Íslands og ESB] er haldið áfram en þær virðast sífellt tilgangslausari, aðild verður næstum örugglega felld í þjóðaratkvæðagreiðslu“."

Stefan Schulz er höfundur ESB-skýrslunnar en hann fékk gögn frá Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur og studdist við rannsóknir Mildu Galubickaite og Maine Lin, starfsmanna ESB. Skýrslan er samin til að skýra stöðu mála hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave 9. apríl.

Það er alveg rétt, að nær örugglega má telja að meirihluti þjóðarinnar samþykkir ekki eftirgjöf fiskveiðilögsögunnar í bítti fyrir ESBaðild.  En líklegt má þó samt telja slíkt verði falið í einhvers konar umbúðum, tímabundinnar undanþágu frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB.  

 En þess ber þó að geta að aðkoma þjóðarinnar að samningnum verður eingöngu ráðgefandi, ekki bindandi.  Alþingi verður því ekki á nokkurn hátt bundið úrslitum þess þjóðaratkvæðis.  Það væru því þrennir möguleikar  Alþingis í stöðunni, yrði nei-ið ofan á í ráðgefandi þjóðaratkvæði:

1. Að veita umboð aftur eða halda fyrra umboði opnu til viðræðna, þangað til að ,,ráðgefandi" þjóðaratkvæði ratar já-megin.
2. Að slíta viðræðum.
3. Að leggja samninginn til efnislegrar meðferðar í þinginu.

Áður en að niðurstaða í málinu lægi fyrir þyrftu þingmenn að vega það og meta með sjálfum sér, hvort hunsa ætti ráðgjöf þjóðarinnar, eða brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar, sem ég leyfi mér að efast um verði breytt á það afgerandi hátt, þó ný stjórnarskrá verði samþykkt, að þau tapi gildi sínu.  

47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna ... 1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. 1)L. 56/1991, 16. gr. 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. ... 1) 1)L. 56/1991, 17. gr.

 Skildi ótti Samfylkingar við bindandi nei þjóðarinnar um það, hvort sækja ætti um aðild eða samþykkja samninginn, þegar þar að kemur, valdið því að Samfylkingin lagðist gegn því að, fram færi tvöfalt þjóðaratkvæði um málið, þ.e. um umsóknina sem slíka og svo um samninginn?

 Treystir Samfylkingin ekki þjóðinni til að taka upplýsta ákvörðun um málið, eins og í öðru ónefndu máli sem í tvígang hefur fallið í þjóðaratkvæði?   Verður samningur um ESB-aðild kannski of ,,flókinn" til þess að þjóðin geti tekið til hans bindandi afstöðu, að mati Samfylkingarinnar?  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband