12.4.2011 | 16:00
Hver vill ábyrgjast þjóðhættulega stjórn???
Það liggur alveg ljóst fyrir, eðli máls samkvæmt, að ekki var kosið um ríkisstjórnina í Icesavekosningunum. Úrslit þeirra eru þó vantraust á forystu hennar í málinu og hvernig hún hefur spilað úr því.
Þjóðin hlýtur engu að síður, að vera hugsi yfir því, hvernig þessi ríkisstjórn, sem í þrígang hefur skrifað undir samning, þar sem ólögvarðar kröfur UK og NL eru viðurkenndar, ætli að taka til varna og hafna þeim kröfum fyrir dómi. Gildir þar einu þó færustu lögfræðingar heimsins verði fengnir til verksins.
Það er jú alkunna að lögfræðingar, líkt og aðrir er selja þjónustu sína, gera eingöngu það sem kúnninn biður um. Er því til sönnunnar hægt að bæta á málflutning þeirra Lárusar Blöndals og Lee Buchheit og bera það saman hvernig þeim málflutningi var háttað, fyrir og eftir að þeir komust á launaskrá Fjármálaráðuneytisins.
Það er einnig ljóst að ekki var kosið um forsetann, þó mér segi þó hugur að , hefði jáið orðið ofan á, þá væru háværar kröfur um afsögn hans uppi hjá jákórnum.
Þing og þjóð hefur svo þurft að horfa upp á það, hvernig þeim sundurlyndisfjanda er lögheimili á í gamla fangelsinu við Lækjartorg, hefur tekist að lama hér allt atvinnulíf undanfarin tvö ár og slegið á hendur allra flestra þeirra, er hafa haft áform um að hefja hér uppbyggingu og atvinnusköpun.
Þingið hefur svo liðið fyrir það, að þrátt fyrir sundurlyndi á milli stjórnarflokkanna og innan þeirra, þá hefur stjórnarmeirihlutinn stýrt dagskrá þingsins og komið í veg fyrir að góð mál, er híft gætu þjóðina upp úr gryfju sundurlyndis og illdeilna, fáist afgreidd í þinginu. Sjálfsagt til þess að opinbera ekki þá djúpu gjá sem á milli stjórnarflokkanna, er í ráun og veru. Sú staðreynd öðru fremur hefur viðhaldið vantrausti þjóðarinnar á Alþingi.
Hvað villikettir, burtflognir og ekki burtflognir gera eða þá Siv Friðleifs og Guðmundur Steingrímsson gera, skal ósagt látið. En einnig ber að velta því upp, hvaða afstöðu þingmenn Hreyfingarinnar taka til tillögunnar, þar sem samþykkt vantraust, getur í rauninni ekki annað en leitt til nýrra kosninga.
Hreyfingin, eða í það minnst tveir af þremur þingmönnum hennar, hafa sagt að þeir vilji ekki kosningar, fyrr en Alþingi hefur afgreitt afrakstur stjórnlagaþingsins.
Þingmenn Hreyfingarinnar, aðrir stjórnarandstöðuþingmenn og villikettirnir hljóta þó að gera sér grein fyrir því, að Jóhönnustjórnin er löngu pikkföst í eigin drullupytti og gerir ekkert annað en að spóla í sömu hjólförunum, á meðan allt annað stendur í stað eða í niðurníðslu.
Þeir þingmenn sem segja munu nei við vantrauststillögunni eða sitja hjá, við afgreiðslu hennar, axla með því ábyrgð á áframhaldandi stöðnun og fjárfælingarstefnu stjórnvalda.
Geta þeir þingmenn ekki falið sig bak við þau rök, að ástandið sé of eldfimt eða viðkvæmt, svo þorandi sé að rjúfa þing og boða til kosninga. Þetta ástand er jú alfarið í boði þeirrar ríkisstjórnar er undir vantrauststillögunni situr.
Tillaga um vantraust lögð fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.