Leita í fréttum mbl.is

Súrealísk staða....

Þó að þjóðaratkvæðið um Icesave III, hafi ekki sem slíkt verið kosning um ríkisstjórnina, heldur bara um málið sjálft, þá má  eflaust  deila um hvort að úrslitin, hafi ekki verið eitt af síðustu kornunum er fylla mælinn.  Engu að síður er komin upp súrealísk staða. 

 Steingrímur segist hafa látið sína menn útbúa svar við áminningarbréfi ESA og sé sú vinna á lokastigi.  Árni Páll segir hins vegar, að nú þurfi hann og hans fólk að fara að einhenda sér í það að svara bréfinu og taka til varna fyrir Ísland.  Það skildi þó ekki vera að þeir sendu báðir ESA bréf.

Staðan verður svo enn súrealískari, þegar hugsað er til þess sem gerist, þegar stjórnvöld koma sér saman um hver eigi að senda bréfið.  Þau stjórnvöld sem taka varna, eru sömu stjórnvöldin og hafa í þrígang verið gerð afturreka, einu sinni af Alþingi og tvisvar af þjóðinni, með samning, þar sem þau hafa afsalað rétti Íslendinga til þess, sem þau ætla nú að krefjast fyrir ESA og væntanlega svo EFTAdómstólnum.

Svo er það spurningin, hvort súrealisminn verði ekki tekinn alla leið og t.d. Lárus Blöndal og Jóhannes Karl Sveinsson verði ráðnir, til þess að verja málstað Íslendinga fyrir EFTAdómstólnum.  Enda voru þeir manna iðnastir við að hræða þjóðina frá ,,nei-inu" með yfirlýsingum um tapað mál fyrir EFTAdómstólnum.


mbl.is Ferill máls fyrir EFTA-dómstóli tekur langan tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1804

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband