Leita í fréttum mbl.is

Gjaldeyrishöft og neyðarlög.

Í umræðuþætti RÚV á fimmtudagskvöldið, kom það fram, að verði gjaldeyrishöftunum hnekkt fyrir dómi EFTA, þá myndu bætast við í Icesaveklafann 450 milljarðir í einni hendingu.  Annað eins myndi svo bætast við, yrði neyðarlögunum einnig fyrir dómi.

Það vakti athygli mína og í rauninni pirraði mig, svör já-sinna við þeirri fullyrðingu.  Þau svör voru öll á þá leið, að þá færi hvort eð er allt í tómt fokk, hvort sem Icesave væri leyst eða ekki.

Undir eðlilegum kringumstæðum, mætti ætla að þetta sama fólk myndi segja að, auðvitað yrði málstaður Íslands varinn fyrir dómnum og ákvörðunin um gjaldeyrishöftin, sem í raun eru samningsbrot líkt og neyðarlögin, skv. áliti ESA, varin á þann hátt að fordæmislausar aðstæður hér á landi hefðu knúið stjórnvöld til þess að setja á gjaldeyrishöftin.   Hvort að EFTA dómstóllinn, tæki svo tillit til þeirrar varnar eða ekki, skal ósagt látið.  

 Hitt er aftur á móti, alveg morgunljóst, að hefðu jásinnarnir bent á þessa vörn, þá hefðu þeir tæplegast unnið málstað sínum fyrir jáinu fylgi. 

 Það er nefnilega svo, að endi Icesavedeilan fyrir dómstólum, þá hljóta rök Íslendinga fyrir dómnum að verða sú, að hér voru uppi fordæmislausar aðstæður, sem kölluðu á setningu neyðarlaganna, til þess að hér væri hægt að halda uppi, nánast eðlilegu ástandi, þrátt fyrir fall þriggja aðalbanka þjóðarinnar. 

Auk þess sem að í neyðarlögunum, væri jú gert ráð fyrir því að þrotabú þess banka er stofnaði til Icesavereikninganna, gengi upp í þær kröfur sem að  á íslenska tryggingarsjóðinn, kynnu að skapast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

þegar talað er um gengisáhættu þá gleymist það stundum að þessar nýju upphæðir eru þær sömu á raunvirði.  Háa upphæðin eru verðminni krónur. 

Í raun má halda því fram að afnám hafta auðveldi okkur að standa við Icesave vegna þess að lægri króna þýðir meiri afgang af viðskiptajöfnuði sem þýðir að meiri gjaldeyrir verður eftir til að standa undir greiðslum Icesave.

Að halda því fram að skuldin hækki vegna þess að krónan lækki er eins og að halda því fram að hægt sé að lækka skuldina með því að taka 2 núll aftan af krónunni.

Hrunið varð ekki fordæmislaust.  Þetta gerist reglulega, eiginleg of reglulega.  Það hafa verið uppi gagnrýnisraddir í mörg ár og FME og Seðlabankinn höfðu nægan tíma til að bregðast við.

Vörnin myndi aðallega snúast um hvort eitthvað var gert, hvað var gert og hvers vegna það skilaði ekki árangri.

Hvað gerði FME annað en að senda út fréttatilkynningar um að bankakerfið væri traust og að sparifjáreigendur þyrftu ekki að óttast um innistæður sínar?

Hvað gerði Seðlabankinn annað en að segja sparifjáreigendum að íslenska ríkið gæti borgað upp í topp?

Þetta er sérstakur saksóknari að rannsaka og það þarf ekkert Nei til þess að það verði kært og að lokum dæmt í því.

Lúðvík Júlíusson, 9.4.2011 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1804

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband