5.3.2011 | 15:21
Fræðimennska og pólitík.
Frá því að Icesavesamninganefndin kom heim með þann samning er í daglegu tali kallast Icesave III, hafa þeir aðilar sem samþykkja vilja samninginn vitnað helst í lögfræðingana Lárusar Blöndal og Lee Buccheit og ummæli þeirra vegna þess samnings er þeir sjálfir komu að.
Er látið svo líta út að ummæli þeirra séu nýtt lögfræðilegt mat þeirra á deilu, sem var í eðli sínu fremur lögfræðileg en pólitísk í upphafi. En eins og flestir muna eflaust þá hafa bæði Lee og Lárus, verið þeirrar skoðunnar, eða það verið þeirra lögfræðilega mat, að íslendingum bæri ekki að ábyrgjast Icesavekröfur Breta og Hollendinga.
Þegar aðili ræður lögmann eða annan fræðimann til lausnar deilu þá vinnur sá inn sami að lausn deilunnar innan þeirra marka er sá sem ræður hann til starfsins ætlast til. Stjórnvöld réðu þá Lee og Lárus til þess að ná betri samning en Icesave I og II voru, ekki til þess að deila um lagalega túlkun málsins.
Þó svo að Lárus hafi verið ráðinn að tillögu stjórnarandstöðu og það verið sameiginleg ákvörðun stjórnar og stjórnarandstöðu að ráða Lee, þá var og er málið á forræði fjármálaráðherra og umboð þeirra til samninga í deilunni byggt á því sem ráðherrann, fyrir hönd stjórnvalda ætlast til.
Icesavedeilan sem slík, snýst í rauninni um lagalegan ágreining um það, á hvaða hátt skuli gert upp við bresk og hollensk stjórnvöld, sem tóku að sér hlutverk innistæðueigendana með því að greiða þeim út innistæður þeirra á Icesavereikningunum, í þeim helsta tilgangi að forða bankakerfi landa sinna og eflaust því evrópska frá bankaáhlaupi.
Íslensk stjórnvöld stóðu í þeirri trú að þau hefðu á sínum tíma tekið upp tilskipanir vegna innstæðutrygginga á réttan og löglegan hátt. Eins er það víst að sé ESA hlutverki sínu vaxið, þá sé stofnunin sömu skoðunnar, í það minnsta hvað lagalegt form áhrærir óháð því pólitíksa mati sem að stofnunin kunni að hafa á málinu, eftir að Icesavedeilan varð til og varð pólitísk í stað þess að vera á lagalegum grunni.
Í ljósi þess að íslensk stjórnvöld töldu sig hafa tekið upp með réttum hætti tilskipunina um innstæðutryggingar og vilja þeirra til þess að fara eftir henni, af fremsta megni, þá er samkvæmt neyðarlögunum er sett voru í okt. 2008 gert ráð fyrir forgangi Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta (TIF) í kröfur þrotabús gamla Landsbankans. Í framhaldinu eftir því heimtum úr þrotabúinu myndi framvinda, var TIF ætlað að greiða bresku og hollensku innistæðueigendunum innistæður sínar til baka, eða allt að því hámarki sem tilskipunin kveður á um (20.887 evrur, ef ég man rétt).
Þeirri áætlun stjórnvalda var hins vegar hrundið þegar að bresk og hollensk stjórnvöld ákváðu, til bjargar eigin og eflaust evrópsku fjármálakerfi að borga innistæðueigendunum út innistæðurnar og krefja í framhaldinu íslensk stjórnvöld um endurgreiðslu þeirrar upphæðar og/eða þess að íslensk stjórnvöld ábyrgðust greiðslur úr þrotabúi Landsbankans til TIF, sem gæti svo greitt breskum og hollenskum stjórnvöldum, það sem þau greiddu Icesaveinnistæðueigendum óumbeðin. Í kjölfar þeirra atburða breyttist Icesavedeilan úr því að vera lögfræðilegt úrlausnarefni í það að vera pólitískt úrlausnarefni.
Ýmsir fræðimenn hafa svo verið kallaðir til sögunnar til þess að lýsa yfir ágæti fyrri samninga og þeirra samninga sem áður hafa verið í umræðunni. Að halda því fram að hinar ýmsu yfirlýsingar fræðimanna, eins og að Íslands myndi breytast í Kúbu norðursins, Ísland yrði á pari við Norður-kóreu í lífsgæðum almennings og allar aðrar hrakspár um hér færi allt fjandans til ef fyrri samningar yrðu ekki samþykktir, hafi verið á fræðilegum grunni, en ekki pólitískum, hvort sem því sé haldið fram af fræðimönnunum sjálfum eða öðrum, er í besta falli gengisfelling á fræðum þeirra fræðimanna er selt hafa fræðimennsku sína pólitískum hagsmunum.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.