3.3.2011 | 14:34
Gera eitthvað einu sinni rétt takk fyrir!!!!
Núna þegar margt bendir til þess að t.d. áhrif aðgerða stjórnvalda vegna skuldavanda heimilanna séu að ganga til baka vegna tíðra hækkanna á eldsneytisverði, hamast stór hluti þingmanna, kannski meirihluti, kanski tæpurmeirihluti, að afla þeirri tillögu fylgis á Alþingi að vegna úrskurðar Hæstaréttar um ólögmæti stjórnlagaþingskosninga, skuli bara farin sú leið, sem margir telja að sé hrein og bein sniðganga við úrskurð Hæstaréttar.
Sú lausn sem rædd er stjórnlagaráð, er sögð sú besta eða sú skásta til þess að bregðast við úrskurði Hæstarétti. Miðað við þær forsendur sem það mat er rökstutt með, má eflaust kalla þetta skástu eða bestu ,,lausnina". En er þetta lausn? Er þetta ,,rétta" lausnin? Eða er þetta ekki bara einhvers konar skítaredding á klúðrinu?
Eins og tillagan lítur út í dag, þá mun þegar Alþingi kemur til starfa í byrjun október nk. að loknu sumarleyfi, liggja fyrir þinginu nýtt frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Mun það frumvarp fá þá efnislegu meðferð sem frumvörp alla jafna fá, þ.e. þrjár umræður með nefndarfundum á milli. Að lokinn þriðju umræðu og lokaatkvæðagreiðslu, þarf svo samkvæmt 79. gr núgildandi stjórnarskrá, að rjúfa þing og boða til Alþingiskosninga. Er því engu líkara, en að kjósa eigi til Alþingis að nýju eftir rúmt ár, eða vorið 2012. Kjörtímabilinu líkur hins vegar ekki að öllu óbreyttu fyrr en vorið 2013. Varla verður í það minnst, hægt að vænta þess að sátt muni ríkja meðal þjóðarinnar, að frumvarpið liggi í þinginu í eitt ár hið minnsta, áður en efnisleg meðferð þess hefst.
Það er því nokkuð ljóst að ætli þingið að sitja út kjörtímabilið, að stjórnlagaráðið eins og reyndar stjórnlagaþingið sjálft, sé ári á undan áætlun, enda nóg að frumvarp að nýrri stjórnarskrá komi fyrir þingið haustið 2012, en ekki haustið 2011.
Af þeim sökum er að mati undirritaðs réttu viðbrögðin við úrskurði séu að, nefnd sú sem tilnefnt var í til að ræða viðbrögð við Alþingis við úrskurði Hæstaréttar, fái í hendurnar lögin um stjórnlagaþingið, sem samþykkt voru síðasta vor með það fyrir augum að breyta þeim á þann hátt að hægt verði að kjósa samkvæmt, án þess að fá á baukinn frá Hæstarétti og að kosið verði að nýju næsta haust, hvort sem það verði uppkosning ( sem undirritaður telur reyndar hæpið svo langt í tíma frá fyrri kosningum) eða þá kosið að nýju með nýjum framboðsfresti og væntanlega nýjum frambjóðendum og þeim fyrr sem enn hefðu hug á því að setjast á stjórnlagaþing. Dagsetningar þær sem áætlaðar voru vegna stjórnlagaþings, breytast ekki nema að því leytinu að þær færast fram um eitt ár.
Tímann væri þá líka hægt að nota til þess að breyta kosningakerfi því sem kosið var eftir til stjórnlagaþings, enda hafa stuðningsmenn þingsins haldið því fram að flókið kosningakerfi hefði dregið úr kjörsókn til stjórnlagaþings.
Helgi andvígur stjórnlagaráði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það ótrúlega hefur gerst... Þingmaður samspillingarinnar var að vinna sér inn prik hjá mér...
Þetta hélt ég að ætti aldrey eftir að gerast, nei og Helgi er nú orðinn eini samfylkingarþingmaðurinn sem hefur ögn af viti í kollinum...
Batnandi mönnum er víst vest að lifa...
Kanski ef samspillingin hlustar á hann þá gæti það ólíklega gerst að samfylkingin hækki í áliti hjá mér...
Kaldi
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 3.3.2011 kl. 14:53
Þetta er nokkuð góð grein hjá þér Kristinn.
Þó verð ég að gera smá athugasemd við upphaf hennar. Það er ekkert að ganga til baka í áhrifum vegna aðgerða stjórnvalda til hjálpar heimilum landsins. Saðreyndin er að þær aðgerðir hafa ekki tekið gildi enn, nema af mjög skornum skammti.
Varðandi það að fólk gæti fengið niðurfellingu að 110% af veði, hafa bankar að vísu gert slíkt, en húsnæðisstofnun getur ekki enn farið þá leið. Ástæðan er að enn á eftir að setja lög um þetta á alþingi!!
Sérstakur vaxtaafsláttur átti að taka gildi fyrir síðustu mánaðarmót. Ekki er enn komið á hreint hver á að taka þann kostnað á sig, né með hvaða hætti á að framkvæma þetta. Enn síður að stjórnvöld séu farin að vina að lagabreytingu vegna þessa!!
Því hefur ekki neitt farið aftur vegna þessara aðgerða, þó vissulega hagur fólks sé enn mjög að þrengjast.
Ekki er að sjá að þessar svokölluðu aðgerðir muni nokkurn tímann verða að veruleika. Að minnst kosti er þegar ljóst að það fólk sem var í vandræðum þegar þetta var kynnt fyrir þjóðinni, mun ekki hafa þörf fyrir þessar aðgerðir, ef og þegar sá tími kemur. Það verður allt farið á hausinn.
Gunnar Heiðarsson, 3.3.2011 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.