1.3.2011 | 15:02
Var verið að axla ábyrgð eða tappa af þrýstingi?
Eftir að Hæstiréttur ógilti stjórnlagaþingskosningarnar, þá beindust spjótin fyrst og fremst að Innanríkisráðherra, sem fulltrúa Framkvæmdavaldsins sem framkvæmdi kosningarnar og að Landskjörstjórn sem að bar ábyrgð á kosningunum fyrir hönd löggjafans.
Voru uppi kröfur um að bæði ráðherrann og landskjörstjórnin segðu af sér vegna kosninganna. Hefði ráðherrann sagt af sér, þá hefði eflaust landskjörstjórnin fylgt með. En úr því að landskjörstjórnin sagði bara af sér, þá má líta svo á að landskjörstjórnin hefði fríað ráðherrann, frá sínum hlut ábyrgðarinnar og tekið alla ábyrgð á sig sjálf.
Ákvörðun þingflokks Vinstri grænna um að tilnefna Ástráð Haraldsson formann þeirrar landskjörstjórnar sagði af sér í kjölfar Hæstaréttar í landskjörstjórn á ný, ýtir undir þær kenningar að afsögn landskjörstjórnar hafi á sínum tíma, lítið haft með að gera að landskjörstjórnin hafi verið að axla einhverja ábyrgð. Heldur hafi afsögnin fyrst og fremst, verið í þeim tilgangi einum að létta þrýstingi af innanríkisráðherra, sem kemur jú þingflokki Vg. Það væri reyndar athyglisvert að vita hvort Ögmundur hafi greitt því atkvæði í þingflokknum að Ástráður yrði endurskipaður.
Þó eflaust séu hverfandi líkur á því að þingsályktunnartillagan um stjórnlagaráðið verði felld í þinginu, þá má samt alveg í ljósi endurskipunnar Ástráðs í kjörstjórnina, velta því upp hvað gæti gerst, yrði tillagan felld.
Þá stæðu eftir þrír möguleikar varðandi stjórnlagaþingsnefndarráðið: Að hætta við allt saman og láta Alþingi vinna þá vinnu sem upp á vantar við endurskoðun stjórnarskrárinnar, uppkosning ( kosið aftur með þá 522 sem voru í framboði í fyrri stjórnlagaþingskosningum) eða þá að kjósa aftur frá upphafi, með nýjum framboðsfresti og þá jafnvel nýjum frambjóðendum. Trúverðugleiki landskjörstjórnar í endurteknum kosningum með Ástráð innanborðs, yrði við þær aðstæður, vel undir frostmarki.
Einnig er alveg hægt að halda því fram að trúverðugleiki landskjörstjórnar í Icesave-þjoðaratkvæðinu, með Ástráð innanborðs, er fráleitt óumdeilanlegur.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.