Leita í fréttum mbl.is

47 milljarðir og málið dautt!!!

Fram hefur komið, þó það hafi ekki farið hátt, að Bretum og Hollendingum hafi verið boðin 47 milljarða eingreiðsla strax og svo það sem myndi heimtast úr þrotabúi Landsbankans, gegn því að ríkisábyrgðinni á heimtur bankans yrði sleppt.

 Neyðarlögin sem sett voru í október 2008, gerðu ráð fyrir því að kröfur vegna Icesave hefðu forgang í þrotabú Landsbankans.  Þannig að sé til þess litið, hvað skásta sviðsmynd vegna Icesave III er sögð kosta og fullyrðingar skilanefndar Landsbankans þess efnis að, nær öruggt sé að náist upp í Icesavekröfurnar, þá virðist tilboð Íslendinga vera nokkuð sanngjarnt og gott, þó eflaust megi deila um þessa 47 milljarða.  En það er önnur Ella. 

 Það segir sig auðvitað sjálft að viðsemjendur okkar höfnuðu þessu tilboði, enda bíður Icesave III örlaga sinna í þjóðaratkvæði 9. apríl nk.

 Samkvæmt þessu tilboði eru viðsemjendur okkar að fá í eingreiðslu upphæð, sem er innan þeirra marka sem bjartsýnustu menn telja að falla muni á ríkið vegna Icesave, gegn því að ekki verði ríkisábyrgð á heimtur úr þrotabúi bankans.  

Afhverju sögðu þeir nei?  Treysta þeir ekki útreikningum skilanefndar Landsbankans? Treysta þeir því ekki að neyðarlögin haldi fyrir dómi?  Verði neyðarlögunum hnekkt fyrir dómi, geta fallið allt að 1200 milljarðar á íslenska ríkið, þar sem nánast öruggt verður að ekki næst upp í Icesavekröfurnar, nema að hluta til.  Eða meta þeir kannski eignir þrotabúsins á annan hátt en skilanefndin og sjá ekki fram á að þrotabúið standi undir því sem upp á vantar og vilja því að íslenska ríkið (skattgreiðendur) borgi það sem upp á vantar?

 Núna í dag eða næstu daga er von á uppgjöri eða áætlun skilanefndar Landsbankans um heimtur úr þrotabúinu.  Það þarf enga spádómsgáfu til þess að fullyrða það, að auðvitað verður haldið því fram að þrotabúið eigi fyrir Icesavekröfunni og vel það.    Það verður með öðrum orðum látið líta svo út að íslenskum skattgreiðendum sé óhætt að ábyrgjast Icesavekröfurnar og ríkisábyrgðin sé meira formsatriði heldur en hitt.

   Við skulum hafa það í huga þegar skilanefndin skilar þessari áætlun sinni um heimtur úr þrotabúinu að þær eru nú ekki öruggari en svo að bæði Bretar og Hollendingar, treysta þeim útreikningum ekki betur en svo að þeir búast vart við því að fá greitt úr þrotabúinu, nema íslenskir skattgreiðendur hlaupi undir bagga.  

 Hafi Bretar og Hollendingar ekki trú á því, að þeir fái kröfur sínar á þrotabú Landsbankans greiddar án útgjalda íslenska skattgreiðenda, þá er engin ástæða fyrir íslenska skattgreiðendur að trúa því að þeir sleppi við útgjöld vegna Icesave, með því að segja ,,já" við Icesave III.   Segjum hátt og snjallt ,,NEI" þann 9. apríl nk.


mbl.is Icesave þýðir hærri skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður, upplýsti í útvarpsviðtali að Bretar og Hollendingar hefðu hafnað tilboði um eingreiðslu að upphæð 47 milljarða króna, vegna þess að það væri of mikil áhætta FYRIR ÞÁ.

Bretar og Hollendingar mátu það sem sagt svo, að líklega myndu þeir fá MIKLU HÆRRI upphæð með því að neyða Icesave III upp á Íslendinga og láta ÍSLENSKA SKATTGREIÐENDUR TAKA ALLA ÁHÆTTUNA.

Svo er bara haldið áfram að ljúga í þá, sem eiga að borga þessa fjárkúgunarkröfu.

Axel Jóhann Axelsson, 1.3.2011 kl. 12:14

2 identicon

Þetta eru gamlir nýlenduherrar með aldagamla reynslu í að kúga aðrar þjóðir, blóðmjólka þær og knésetja. Það kunna þeir best. Í dag fer það að vera erfiðara og erfiðara meðal annars út af átakinu Make Poverty History (http://www.makepovertyhistory.org) sem nýtur fylgis margra ríkustu og valdamestu einstaklinga heims sem vilja beita sér fyrir betri heimi, og milljóna meðal almennings þessa heims. Við getum hjálpað Afríku með að gefast ekki upp.

Þ (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband