27.2.2011 | 13:38
Icesave og dómstólaleiðir.
Allt frá því að Félagi Svavar birtist hér í júnibyrjun 2009, hróðugur yfir því að hafa sparkað Versalasamningunum úr efsta sæti yfir verstu samninga allra tíma með Icesave I, hafa borgunarsinnar tifað stöðugt að því að ef við borgum ekki þá muni EFTA-dómstóllinn dæma okkur til þess að borga, þar sem að neyðarlögin mismuni innistæðueigendum eftir þjóðerni. (Jafnræðisreglan) Reyndar hefur ESA, jafnvel gefið það í skyn að þó svo Icesave III verði samþykktur í þjóðaratkvæði, þá gæti fallið frá þeim úrskurður um að áðurnefnd mismunun hafi verið ólögmæt.
Neyðarlögin kveða einnig á um aðra mismunun, sem eins og sú gagnvart innistæðueigendunum, var og er byggð á einhvers konar neyðarrétti þjóðarinnar til þess að verja fjármálakerfi þjóðarinnar, eða það sem eftir var af því, við hrun bankana. Sú mismunun felur í sér að Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta, sem fékk forgang í kröfur þrotabúsins, vegna þeirra Icesaveinnistæða er honum var ætlað að ábyrgjast.
Ef við gefum okkur það að ESA haldi áfram með málið og úrskurði að stjórnvöld hafi brotið lög með meintri mismunun gagnvart innistæðueigendum, þá hlýtur það vera þeim kröfuhöfum hvatning, er reyna vilja á sinn rétt gagnvart neyðarlögunum. Ásamt þeim Bresku og Hollensku innistæðueigendum er áttu meira fé á Icesavereikningum sínum, en innistæðutrygginartilskipunin kvað á um að skildi ábyrgjast.
Láti ESA kjurrt liggja, við samþykkt á Icesave III, þá eyðir það ekki efanum um ólögmæti meints mismunar er sagður felast í neyðarlögunum. Telji aðrir kröfuhafar í þrotabú Landsbankans og/ eða þeir innistæðueigendur er ég nefni hér að ofan að á sér hafi verið brotið með setningu neyðarlaganna, fari af þeim sökum í dómsmál og vinni það, sem þarf ekkert að vera ólíklegt, þá hverfur við þann dómsúrskurð forgangur tryggingarsjóðins. Þegar slíkt gerist þá fellur sú upphæð sem ríkið ábyrgist ábyrgist samkvæmt Icesavesamningunum að fáist greidd úr þrotabúi bankans af kröfum Breta og Hollendinga vegna Icesave á Ríkissjóð (skattgreiðendur).
Gæti beitt sér í Icesave-deilunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar get ég lesið nýja ICE-SAVE samninginn á netinu?
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 16:19
Sæll Kristinn,
Langar að benda þér og lesendum á að málaferli sem þú lýsir til hnekkingar neyðarlögunum eru í gangi nú þegar, sjá hér http://www.ruv.is/frett/tekist-a-um-neydarlog
Þitt mat á stærð verðmiðans ef lögunum er hnekkt er rétt, ef lögin verða dæmd ólögleg og felld úr gildi þá minnkar all verulega innheimtan úr þrotabúinu til greiðslu Icesave. Samningurinn fer þá að kosta þjóðina allt að 1200 milljörðum. Til að setja það í samhengi (því þessar tölur eru svo stórar) þá er það jafngildi 12 Kárahnúkavirkjana, sjá hér http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=537246.
Ísland getur ekki staðið undir þess háttar skuldbindingum sama hvað hver segir.
Magnús B Jóhannesson (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 20:06
Allt frá því að Félagi Svavar birtist hér í júnibyrjun 2009, hróðugur yfir því að hafa sparkað Versalasamningunum úr efsta sæti yfir verstu samninga allra tíma með Icesave I.
Held að þetta sé besti inngangur að pistli sem ég hef séð lengi 8)
Halldór Björgvin Jóhannsson, 28.2.2011 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.