25.2.2011 | 10:58
Í upphafi skildi endirinn skoða.
3. gr. Viðfangsefni.
Stjórnlagaþing skal sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi þætti:
1. Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar.
2. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra.
3. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins.
4. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds.
5. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan.
6. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga.
7. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála.
8. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda.
Textinn hér að ofan er úr lögum um stjórnlagaþing. Stjórnarskrárnefnd með Björgu Thoroddsen í forsæti hefur síðan í sumar, verið að vinna nokkurs konar beinagrind að stjórnarskrá út frá þessum viðfangsefnum. Siðan er Stjórnlagaþinginu/nefndinn/ráðinu ætlað setja kjöt á beinin.
Úr því sem að komið er, treysti stjórnvöld sér ekki til þess að framkvæma kosningarnar aftur, þá er í raun lang einfaldast að Alþingi fái bara í hendurnar það sem kemur út úr vinnu nefndar Bjargar og setji sjálft kjöt á beinin. Eða treystir meirihluti þingmanna sér kannski ekki til að uppfylla skyldur sínar sem þingmaður?
Á endanum verður það alltaf svo, að það verður undir þeim 63 þingmönnum sem sitja á Alþingi vikurnar fyrir kosningar vorið 2013 og þeir sem ná kjöri í kosningum vorið 2013, sem samþykkja munu nýja stjórnarskrá. Að baki þeim atkvæðum býr sannfæring og samviska 63ja einstaklinga í hvort skipti. Munu þessir þingmenn frekar hafa sannfæringu fyrir frumvarpi, sem 25 einstaklingar, sem náðu kjöri , í ólöglegum kosningum semja, eða frumvarpi sem þingmennirnir semja sjálfir?
Þingið mun fá frumvarpið til efnislegrar meðferðar í þremur umræðum, með nefndarstarfi á milli umræða. Það eru meiri líkur en minni, að í öllu því ferli, þá taki frumvarpið einhverjum breytingum, litlum eða stórum burtséð frá því hvort að ráðgefandi þjóðaratkvæði verði um frumvarpið áður en það fer í þingið til afgreiðslu. Þingmenn eru bundnir eigin sannfæringu og engu öðru er þeir greiða atkvæði í þinginu. Þeir eru aldrei bundnir niðurstöðu ráðgefandi þjóðaratkvæðis, sem er í raun bara risastór skoðanakönnun. Hvað má þá Alþingi breyta frumvarpinu mikið, svo það hætti að teljast frumvarp stjórnlagaþingsnefndarráðsins og teljist frumvarp Alþingis?
Farið á svig við dóm Hæstaréttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Miðað við ummæli 25menninganna, sem flest atkvæði hlutu í stjórnlagaþingskosningunni ólöglegu, þá ætluðu þeir að umturna stjórnarskránni með beinu og milliliðalausu "umboði þjóðarinnar" og töldu sig ekki vera háða "kerfinu" á nokkurn hátt. Þeir litu á sig sem þjóðkjörna, eins og forsetann, og vildu sniðganga núverandi stjórnarskrá með því að setja sínar tillögur beint í þjóðaratkvæði, þvert á ákvæði núverandi ákvæði um samþykki tveggja þinga, með kosningum á milli.
Stjórnlagaráð verður eins og hver önnur nefnd og á ábyrgð þingsins og því í raun óþarft, þar sem stjórnlaganefnd Bjargar gæti allt eins sjálf unnið endanlegar tillögur til þingsins.
Axel Jóhann Axelsson, 25.2.2011 kl. 11:42
Þingmenn guggna og njóta ekki TRAUSTS!! en einhver óskilgreindur hópur manna sem var ólöglega kosinn í ólöglegri kosningu og enga þekkingu hefur á stjórnarskrárbreytingum nýtur TRAUSTS!!
Heldur Jóhanna að hún sé sett forsætisráðherra af guði sjálfum og beri ekki ábyrgð gagnvart okkur aumum þegnunum.
Verður það næsta að "raddirnar sögðu mér að breyta stjórnarskránni með stjórnarskrárnefndinni"
Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.