Leita í fréttum mbl.is

Þjóðaratkvæði Icesave og fiskveiðiauðlindin.

Á máli margra þeirra er greiddu atkvæði gegn þjóðaratkvæði um Icesave, mátti svo skilja að málið væri ekki sniðið til þjóðaratkvæðagreiðslu.  Það verður nú að segjast eins og er, að það orkar tvímælis, þegar litið er til þess, að margir þeirra er greiddu atkvæði gegn þjóðaratkvæðinu, myndu greiða atkvæði með þjóðaratkvæði um auðlindirnar, strax á morgun án þess að nokkuð annað væri í boði en að vera annað hvort með eða á móti núverandi kvótakerfi.

 Nú er ég ekki andvígur því, að ný lög um stjórnfiskveiða (en það heitir kvótakerfið fullu nafni), verði lögð fyrir þjóðina til samþykkis eða synjunar. 

Frá því í maí 2009, hefur eingöngu eitt staðið í vegi þess, að þjóðin fái að kjósa um stjórn fiskveiða. Það er nefnilega svo að þeir flokkar sem hafa haft hreinan meirihluta í þinginu síðan þá hafa ekki getað komið sér að því að semja ný lög um stjórn fiskveiða. Í rauninni hafa núverandi stjórnarflokkar, gert með sér þegjandi samkomulag, um ná ekki saman um ný lög um stjórn fiskveiða.  Til þess að telja fólki trú um annað, þá koma reglulega fram hótanir um að leyfa bara þjóðinni að kjósa kvótan frá núverandi kvótahöfum.
 
Það er í rauninni ekki bjóðandi að leggja fyrir þjóðina spurninguna: ,,Viltu leggja niður kvotakerfið?"
 
Einnig er það með öllu óþarft að efna til kosninga með spurningunni:,,Viltu að fiskveiðiauðlindin sé í eigu þjóðarinnar?" Því að þannig er það einmitt í dag. Ísland er fullvalda ríki og því er fiskurinn innan 200 mílnana í eigu þjóðarinnar.  Það er hins vegar á hendi Alþingis að setja lög um nýtingu á þeirri auðlind. 

Réttasta og í raun eina mögulega leiðin er að stjórnvöld komi sér saman um ný lög um stjórn fiskveiða, séu þau gömlu svona ómöguleg. Svo er það í hendi þingsins, eða forsetans hvort nýju lögin færu í dóm þjóðarinnar, eða ekki.

  Það væri því kansnki óvitlaust, að ráðherrar og aðrir stjórnarsinnar, eyddu kannski aðeins meira púðri í það að koma sér saman um ný lög um stjórn fiskveiða, en að vera í tíma og ótíma að með upphrópanir um þjóðaratkvæði vegna laga sem að þau geta ekki komið sér saman um hvernig eiga að líta út.


mbl.is Tillaga Péturs líka felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Orð í tíma töluð.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 17.2.2011 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband