Leita í fréttum mbl.is

Þjóðaratkvæði það eina rétta.

Þegar ég horfði á Alþingi samþykkja Icesave II, með þeirri atkvæðahönnun er órólega deild Vg viðhafði, ríkisstjórninni til varnar, þá varð ég enn sannfærðari en áður, um að málið skildi fara fyrir þjóðaratkvæði.  Breytir þar engu um hver skoðun Björns Bjarnasonar eða annarra um það mál er.

Ákvörðun forsetans þann 5. janúar 2010, um að vísa ákvörðun um samþykkt eða synjun þáverandi samnings til þjóðarinnar, tók í rauninni endanlegan ákvörðunarrétt af þinginu, til þess að eiga lokaorð í málinu og færði hann yfir til þjóðarinnar.  Eina sem hefði breytt því, hefði verið það, að Alþingi hefði tekið Icesave II til baka og stjórnvöld samið að nýju og komið með samning, sem þjóð, þing og forseti gætu fallist á.

 Ákvörðun forsetans breytti því hins vegar ekki að framkvæmdavaldið, geri í umboði forsetans samninga við erlend ríki, samkvæmt því sem stendur í stjórnarskránni.  

 Það breytir því líka ekki að samningarnir eða samningaviðræður þær sem skiluðu þessum samningi, voru á ábyrgð ríkisstjórnarinnar, þó svo að stjórnarandstaðan hafi átt þátt í skipun síðustu samninganefndar og eflaust líka gerð samningsmarkmiða er lagt var af stað með.

 Það skiptir því í mínum huga, engu máli á hvaða hátt Alþingi greiði atkvæði um málið á endanum, enda er lokaákvörðunarrétturinn þjóðarinnar og upp á forsetann að synja þeim lögum staðfestingar, er á hans borð koma, er Alþingi hefur lokið efnislegri meðferð málsins.

 Það verður svo verkefni fylgjenda og andstæðinga samningsins, að sannfæra þjóðina um það rétta varðandi samninginn og þjóðin kýs svo samkvæmt því.


mbl.is Björn vill þjóðaratkvæði um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það eru litlar líkur á því að forsetinn vísi þessu til þjóðarinnar.

Og ég hef ekki sannfæringu fyrir því að meiri hluti þjóðarinnar felli þessa afgreiðslu Alþingis.

Við erum víst búnir að tapa þessu stríði.

Árni Gunnarsson, 3.2.2011 kl. 20:55

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Verðum við ekki að taka slaginn, áður en við lýsum okkur sigraða ? Ég á erfitt með að sjá það fyrir mér, að við samþykkjum milljarða skattheimtu vegna ICESAVE eins og kúgaðir þrælar ?

Kv., KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 4.2.2011 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband