Leita í fréttum mbl.is

Það er fiskveiðiauðlindin sem er í eigu þjóðarinnar, en ekki ,,kvótinn".

Sé litið til þess hvernig atvinnuuppbyggingu er háttað, víðast hvar á landsbyggðinni, má taka undir kröfu SA þess efnis, að varanleg lausn verði fengin í fiskveiðistjórnunarmál, ætli menn að semja til lengri tíma, eða bara semja yfirhöfuð. 

Óskiljanlegri er í rauninni stöðutaka ASÍ með stjórnvöldum varðandi málið.  Þó að eflaust sé ekki hátt hlutfall skjólstæðinga ASÍ sem starfar við fiskveiðar og/eða fiskvinnslu, þá er það hins vegar ljóst að stór hlut skjólstæðinga ASÍ á landsbyggðinni, á afkomu sína undir því að í því sveitarfélagi sem þeir búa í er starfrækt útgerð og fiskvinnsla.  

ASÍ væri í rauninni nær að ýta fastar eftir sínu umkvörtunarefni sem er drátturinn á útgáfu neysluviðmiða, sem stjórnvöld lofuðu að kæmu fyrir nærri tveimur mánuðum.  Best af öllu væri þó að ASÍ tæki sig til, eða létu eitthvað af þessu viðskiptamenntaða fólki sem vinnur hjá sambandinu, vinna þessi neysluviðmið fyrir sig.  Það væri mun eðlilegri vinnubrögð, enda á ASÍ að ganga til kjaraviðræðna út frá sínum eigin viðmiðum, en ekki þeim viðmiðum, er stjórnvöld skammta þeim.

 En svo að maður komi sér að efni fyrirsagnarinnar, þá skiptir í rauninni engu máli hvort það sé haft eftir, hinum almenna Íslendingi, þingmanni stjórnarliðsins eða ráðherra, þá virðist röng orða og/eða hugtakanotkun vera óspart notuð, málstað stjórnvalda og þá sér í lagi Samfylkingunni til framdráttar. Þar á ég við frasan: ,,Kvótann í eigu þjóðarinnar". 

 Kvótinn sem slíkur er ekki, var aldrei og verður aldrei í eigu þjóðarinnar (ríkisins).  Hins vegar mun svo lengi sem Ísland er fullvalda ríki, að sá fiskur sem heldur sig til staðbundið, innan fiskveiðilögsögunnar, er sameign þjóðarinnar.  Það er svo verkefni stjórnvalda á hverjum tíma, að setja lög um afnotarétt á fiskveiðiauðlindinni, lög um stjórn fiskveiða,  innheimta  veiðigjald, hækka það og/eða lækka, eftir atvikum.


mbl.is SA á fundi með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband