Leita í fréttum mbl.is

Hjáleiðir og sannfæring þingheims.

 Einhverjir svokallaðir óháðir álitsgjafar og jafnvel frambjóðendur til stjórnlagaþings, hafa ekki tekið illa í þá hugmynd að Alþingi smokri þeim 25 er kosnir voru í ógildri kosningu um hjáleið framhjá Hæstarétti og kalla þá fyrirbærið stjórnarskrár eða stjórnlaganefnd. 

Til þess að slíkt getur orðið að veruleika, þá hlýtur það að liggja ljóst fyrir að breyta þarf þeim hluta laga um stjórnlagaþing, er fjallar um hvernig valdir (kosnir) skulu fulltrúar á stjórnlagaþing.  Þar með væri það í raun ákvörðun Alþingis, hverjir sitji þetta stjórnlagaþing og semji nýjá stjórnarskrá.

Það hlýtur þá að vekja upp nokkrar spurningar:
Er þingheimur sáttur við þá aðila er kosnir voru ógildri kosningu til setu á stjórnlagaþingi?
Er þingheimur sáttur við skiptinguna milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis á stjórnlagaþinginu?
Finnst þingheimi nógu stór hluti fulltrúa á stjórnlagaþingi, búa yfir nægri þekkingu til þess að semja þjóðinni nýja stjórnarskrá?
Sættir þingheimur sig við, að einn  þeirra 25 er kosnir voru og fengu sæti á stjórnlagaþingi, hafi á kjördag verið varaþingmaður Vg. í Suðvesturkjördæmi og sé það í rauninni ennþá?
Skildu allir þeir sem fengu sæti á stjórnlagaþinginu sætta sig við, að vera ekki lengur fulltrúar fólksins á stjórnlagaþingi, heldur Alþingis?

 Þegar menn taka sæti á Alþingi, undirrita menn drengskaparheit um að fylgja í einu öllu sinni dýpstu sannfæringu í einu og öllu.  Það er því allt eins líklegt að stór hluti þingheims, hafi enga sannfæringu fyrir hæfni einhverra þeirra 25 er kosnir voru.  Sé svo, þá hamlar drengskaparheitið þeim að kjósa þá fulltrúa er þeir treysta ekki til verksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband