Leita í fréttum mbl.is

Enn eitt viðmiðið!!!

Síðuritari ritaði í gærkvöldi blogg um hin nýju viðmið tvö, sem komið hafa fram í umræðunni, síðan Hæstiréttur ógilti stjórnlagaþingskosningarnar.  Nú ber svo við að Ögmundur hefur sett nýtt viðmið, varðandi það að axla ábyrgð.  Auðvitað ætlar Ögmundur að axla ábyrgð og taka þátt í umræðunni og leiða það fram í dagsljósið hvað fór úrskeiðis.

Maður skildi nú ætla það að óreyndu, að sjálfur innanríkisráðherrann, sem hefur málefni dómstólana á sinni könnu hafi lesið úrskurð Hæstaréttar.  Þar kemur fram hvað fór úrskeiðis, sem varð til þess að Hæstiréttur ógilti kosningarnar.  Þar kemur einnig fram að af þeim sex atriðum sem að fóru úrskeiðis, bar ráðuneyti Ögmunds ábyrgð á fjórum þeirra.  

Það má alveg orða þetta þannig, að það sem fór úrskeiðis var að starfsmenn Ögmunds í Innanríkisráðuneytinu, unnu ekki undirbúninginn við kosningarnar samkvæmt þeim lögum, sem um þær voru í gildi, annars hefði Hæstiréttur ekki ógilt kosningarnar.  Það þarf ekkert að ræða það neitt frekar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Á Íslandi ber enginn ábyrgð og þess vegna er ástandið eins og það er og fer því miður ekki batnandi. (og hana nú!!)

Sigurður I B Guðmundsson, 28.1.2011 kl. 12:47

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Kristinn Karl – og Sigurður gengur nærri þjóðarsálinni.

Jón Valur Jensson, 28.1.2011 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband