Leita í fréttum mbl.is

Landskjörstjórn fórnað fyrir Ögmund?

Fram kom í fréttum sjónvarps í kvöld, að Dóms og mannréttindaráðuneytið, nú innanríkisráðuneytið, beri ábyrgð á fjórum af þeim sex atriðum sem að baki lágu ógildingu Hæstaréttar á kosningum til stjórnlagaþings.

  Starfsmenn Dómsmála/innanríkisráðuneytis, hönnuðu kjörkassana og pappaskilrúmin, er komu í stað kjörklefa, líkt og setja þarf upp séu kosningar leynilegar. Einnig voru það starfsmenn ráðuneytisins sem ákváðu gerð kjörseðlana,  ásamt því að þau tilmæli um að ekki mætti brjóta kjörseðlana saman komu frá ráðuneytinu. 

Landskjörstjórn þykir hins vegar hafa klikkað á því, að hafa ekki séð til þess, að annað hvort væru fulltrúar frambjóðenda viðstaddir talningu, eða einhverjir málsmetandi einstaklingar.   Auk þess sem fundið var að því að einungis var hægt að fylgjast með talningunni í gegnum ,,kíkjuglugga", eins og landsstjórn ákvað, heldur hefði talning þurft að fara fram fyrir opnum dyrum.

 Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá, þá bera ráðherrar viðkomandi ráðuneyta ábyrgð á því sem undirmenn þeirra aðhafast.  Í þessu tilfelli heitir ráðherrann Ögmundur Jónasson.  Já þessi Ögmundur sem sett hefur þau viðmið, að sé ólöglegt athæfi framið, þá sé ekki þörf að breðgast við, skaðist enginn, vegna lögbrotsins.  Úrskurður Hæstaréttar kom Ögmundi einnig á óvart, með tilliti til almannahagsmuna.  Það hlýtur að vera leitun að ráðherra dómsmála í hinum vestræna heimi, sem þykir það æskilegra en ekki að horft sé framhjá lögbrotum, vegna almannahagsmuna.  Það er alla jafna samt sem áður þannig, að lög eru oftast nær sett, með það fyrir augum að gæta almannahagsmuna.  Úrskurður og/eða opinberun á lögbroti, hlýtur því að vera almannahagsmunum í hag, en ekki þöggun á lögbrotum, eins og virðist vera sýn Ögmundar á málinu.

 Að þessu ofansögðu hlýtur því  það að vera undirliggjandi, að sé krafa á afsögn landsstjórnar, að Ögmundur fari sömu leið.  Ögmundur myndi þá vinna sér sess, sem fyrsti ráðherra Íslendinga sem hrökklast tvisvar úr sömu ríkisstjórninni.


mbl.is Segir að landskjörstjórn verði að fara frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband