Leita í fréttum mbl.is

Var Ögmundur nokkurn tímann, í hjarta sínu, á móti Icesave?

Ögmundur og Lilja Mós, hafa í sjálfu sér ekkert verið á móti Icesave, nema að því marki sem dugir til að næra grasrót Vg. Þegar kosið var um Icesave II þá greiddu þau reyndar atkvæði gegn samningnum, enda var búið að reikna það út að tveir til þrír Vg- liðar máttu greiða atkvæði gegn samningum, án þess hann félli.

Hins vegar fór svo að þegar skömmu síðar voru greidd atkvæði um það að vísa samningnum til þjóðarinnar, þá greiddu þau bæði atkvæði gegn þeirri tillögu, enda hefðu þá stjórnarflokkarnir orðið undir í atkvæðagreiðslunni.

Það er því alveg morgunljóst, að hefðu þessir þingmenn í hjarta sínu verið á móti Icesave II þá hefðu þeir að sjálfsögðu barist til síðasta manns í málinu og ekki greitt atkvæði gegn þjóðaratkvæðinu, eins og Ögmundur og Lilja gerðu.

 Reyndar braut Ögmundur blað í sögu þingsins, með því að hvetja forsetann til þess að vísa málinu til þjóðarinnar, þó svo að hvorki hann né Lilja Mós, hefðu haft kjark til slíks.  

mbl.is Styður Icesave að óbreyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Já, hún er skrítin þessi pólitík, en völdin ekki.

Sigurður I B Guðmundsson, 23.1.2011 kl. 20:55

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ögmundur hefur hagað sér furðulega í þessu máli og er alls ekki treystandi.

Jón Valur Jensson, 24.1.2011 kl. 04:48

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og takk fyrir góðan pistil, Kristinn Karl !

Jón Valur Jensson, 24.1.2011 kl. 04:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband