14.1.2011 | 18:04
Trúverðugleiki FME undir frostmarki.
Þegar þáverandi viðskiptaráðherra Gylfi Magnússon, skipaði Gunnar Andersen í starf forstjóra FME, þá var það nefnt að Gunnar hefði komið að hönnun þessa kerfis, er Sigurður G. minnist á og notað var við meint lögbrot. Var sú ábending látin eins og vindur um eyru þjóta, þó svo að íslenska fjármálakerfið á þeim tíma hafi fyrst og fremst þurft að skapa á sér traust.
Þó var sett í gang innan FME, einhvers konar ,,sýndarrannsókn" á fortíð Gunnars hjá Landsbankanum, án þess þó að Gunnar viki á meðan. Það hlýtur að vera einsdæmi að þegar eftirlitsstofnun, rannsakar feril forstjóra síns, þá starfi forstjórinn þar áfram eins og ekkert sé.
Þó svo að Gunnar beri af sér allar sakir og víki sæti, þegar málefni Landsbankans eru rannsökuð, af þeirri stofnun er hann sjálfur stýrir, þá er ekki þar með sagt að hann hafi engin áhrif á rannsóknina og/eða meðferð rannsóknargagna.
Einnig rýrir það trúverðugleika FME töluvert, að FME réð endurskoðunnarfyrirtækið PWC, til þess að rannsaka fall Sparisjóðs Keflavíkur. Síðan sú ráðning fór fram, á ábyrgð Gunnars þá hafa skilanefndir Glitnis og Landsbankans, stefnt PWC fyrir dómstóla, vegna meintrar aðstoðar PWC við bókhaldssvik bankanna tveggja árin fyrir hrun þeirra. Þessar dómstefnur virðast þó engu breyta hjá FME, varðandi það hver rannsaki fall Sparisjóðs Keflavíkur.
Segir Gunnar Andersen höfund kerfisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Viðskipti
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
- Innherji: Frekari uppsagnir en nú tveir forstjórar
- Eigið fé er dýrasta fjármögnunin
- Skoða skráningu á Norðurlöndum
Athugasemdir
Já Samfylkingin virðist hafa einsett sér að auka spillingu og minnka gangsæi en gert einhver mistök í kynningarbæklingunum sem fólk kaus eftir.
Björn (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 23:58
Það vekur athygli að lögmaðurinn skuli ekki leggja aðaláherslu á það að skjólstæðingur hans sé saklaus. Taktík Sigurðar Guðjónssonar er mjög sérstök, hann ber ekki á móti því að bankastjórinn hafi brotið af sér, heldur sé það tilteknum einstaklingum öðrum að kenna að hann braut af sér.
Nú er það svo að við gildistöku EES-samningsins á Íslandi, jókst viðskiptafrelsi mjög mikið og fjármagn átti greiðari leið milli landa en áður var. Ber að líta svo á að það sé Viðeyjarstjórninni að kenna að menn nýttu sér frelsið með þeim hætti sem kunnugt er og valdið hefur hneykslun góðra manna?
Flosi Kristjánsson, 15.1.2011 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.