Leita í fréttum mbl.is

Bara einn farvegur í boði og hann er hannaður í Brussel.

Það virðist vera útbreiddur misskilningur eða fáviska (meðvituð eður ei) meðal þingmanna Vg., hvort sem þeir greiddu atkvæði með eða á móti ESB-umsókninni, að hægt sé að velja málinu, einhverja mismunandi farvegi.  Sá eini farvegur sem í boði er, er upptaka þeirra laga og reglugerða ESB sem við eigum eftir að gera og semja síðan um tímabundnar undanþágur á þeim lögum og reglum, sem við teljum skerða hvað helst íslenska hagsmuni. Með örðum orðum: ,,Að fresta gildistöku þess um nokkur ár, er við teljum skerða hagsmuni okkar hvað mest.

Samningurinn sem slíkur hlýtur á endanum að byggjast á því að aðlögun Íslands að regluverki og verklagi ESB verði staðfest, með einhverjum tímabundnum undanþágum.


Hins vegar er ég á því að ráðgefandi þjóðaratkvæði í lok ferilisins, sé nánast ,,skrípaleikur og markleysa", svo vitnað sé í orð forsætisráðherra, vegna Icesaveþjóðaratkvæðisins. Segi þjóðin ,,nei" þá verður líklegast farið í það að ,,fegra" nýfelldan samning og honum svo aftur vísað til þjóðarinnar. Jafnvel oftar en einu sinni, þangað til ,,viðunnandi" niðurstaða fæst. Þau orð að klára verði þetta samningsferli til að fá málið útúr heiminum, eru eflaust líkt og boðað ráðgefandi þjóðaratkvæði, markleysa.


Í það minnsta var lítið mark, þannig séð, tekið á bindandi niðurstöðu þjóðaratkvæðis í Icesavedeilunni. Nei yfir 90% þeirra er hlýddu ekki heimsetuboði forsætisráðherra, þýddi ekki að þjóðin vildi borga, bara ekki svona mikið eins og Icesave II kvað á um. Samningnum og þeim ólögvötðu byrðum sem settar voru ( og eru reyndar einnig að hluta til í Icesave III), var einfaldlega hafnað. Þeirri höfnun breytir ekki, eða í það minnsta ætti ekki að breyta, hvort sem vextir þessara ólögvörðu krafna séu 3% eða 5,5%.


mbl.is Þingið endurnýi umboð til ESB-umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

góð og skýr grein. Við verðum að draga þetta til baka áður en ÖSSUR sest á stól ESB megin en þá mun hann gera það sem ESB leifa honum eða eins og þegar menn kaupa fyrirtæki/banka og borga fyrir með fé sem þeir eiga..þ.e. bankin,.

Valdimar Samúelsson, 12.1.2011 kl. 13:48

2 Smámynd: Vendetta

"Segi þjóðin ,,nei" þá verður líklegast farið í það að ,,fegra" nýfelldan samning og honum svo aftur vísað til þjóðarinnar. Jafnvel oftar en einu sinni, þangað til ,,viðunandi" niðurstaða fæst."

Þetta er rétt til getið. Það er þetta sem gerðist í Danmörku eftir að meirihluti þjóðarinnar synjaði Maastricht-sáttmálanum (með naumum meirihluta) og þannig tafði fyrir breytingu á EBE í ESB. Árið eftir hafði verið felldir inn í samninginn sérákvæði fyrir Danmörku (fyrirvara um samstarf á þremur sviðum + ekki upptaka evru) og þá var samningurinn samþykktur (með naumum meirihluta). Andstæðingar ESB voru skiljanlega ósáttir við þetta og spáðu því að þannig myndu yfirvöld halda hverja þjóðaratkvæðagreiðsluna eftir aðra þangað til "æskileg" útkoma fengist. Og þeir reyndust sannspáir, því að nokkrum árum síðar var haldin önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um að innleiða evruna, sem var felld. Sem margir þakka sínum sæla fyrir í dag. En mér líður seint úr minni áróður ESB-sinnanna um allar þær hörmungar sem áttu að gerast ef Danir höfnuðu evrunni. Það þveröfuga gerðist hins vegar: Krónan styrktist, hlutabréf í dönskum fyrirtækjum ásamt fasteignaverði hækkuðu og vextirnir lækkuðu.

Ástæðan fyrir því að ekki var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um Lissabon-sáttmálann var að hann var skv. ríkisstjórninni bara sameining eldri sáttmála. En samt sem áður voru breytingarnar það miklar, að þrjár eða fjórar þjóðir fengu að kjósa um hann.

Ég tel því miður að tími þjóðaratkvæðagreiðslna í Danmörku sé liðinn. Frá 2014 tekur ESB-ríkið við allri stjórn og aðildarríkin verða lítið annað en héruð með takmarkaðri heimastjórn. Og það lýðræði sem var fólgið í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslum verður lagt af.

Það er augljóst hvers vegna Quislingarnir í ríkisstjórninni (ESB-sinnarnir) vilja ekki bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB.

Vendetta, 12.1.2011 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband