11.1.2011 | 08:08
Lyftulógík Vinstri grænna.
Það hefur löngum verið staðreynd, að það sem fer upp, fer niður aftur, líka lyftur. Það að þvæla eitthvað um ferðir lyfta í húsbyggingum í stað þess að svara spurningum fréttamanna um óskyld mál, er í rauninni óvirðing við almenning. Almenning sem treystir því, að fréttamenn hafi þann aðgang að stjórnmálamönnum, að þeir geti spurt þá spurninga og fengið svör um þau mál, sem eftst á baugi eru hverju sinni.
Hins vegar er eins og ,,villikettirnir" í Vg., geti ekki tjáð sig öðruvísi, en í formi yfirlýsinga sem þeir senda fjölmiðlum, eða þá á Facebooksíðum sínum. En það að þeir geti tjáð sig face2face við þjóðina, með milligöngu fréttamanna, virðist vera þeim ómögulegt, sér í lagi þegar líkur eru á að forysta flokksins gæti heyrt hvað þeir hafa fram að færa fyrir þjóðina. Þá er gott að geta gripið til þess að fræða þjóðina um það, að lyftur sem fara upp, fara svo niður, eftir að þær hafa farið upp.
Innkoma Ögmundar í spjall fréttamanna við þau Ásmund Einar og Lilju, var í skásta falli skondin, en raun skammarleg. Það að leggja það til að fréttamenn spyrji að, einhverju öðru en því sem í raun er í gangi, er í rauninni ákall um fréttamennsku er viðhöfð var hér í aðdraganda hrunsins, þar sem fjallað var um menn og málefni á þann hátt sem kom best út fyrir eigendur bankana og aðra útrásarvíkinga.
Spurning hvort Ögmundur, óski eftir því að vera spurður að einhverju öðru, þegar og ef að einhverjum blaðamanni dettur í hug að spyrja hann um afstöðu hans til staðgöngumæðrunarmálsins á Indlandi.
En líklegast er mergur málsins ekkert flóknari en svo, eins og síðuritari hefur haldið fram um nokkurt skeið, að villikettir Vg. hafa ákveðið ,,tuðleyfi", gegn því að passað verði upp á að nægjanlegt magn atkvæða skili sér í hús, í atkvæðagreiðslum í þinginu. Enda sú stefna sem birtist í stjórnarsamstarfinu í andstöðu við flest í stefnu Vinstri grænna og smá uppréisn, án alvarlegra afleiðinga, til þess að róa grasrótina.
Var meira að segja haft eftir félaga Svavari í Silfrinu á sunnudaginn var, að flest gengi hjá ríkisstjórninni, þrátt fyrir það að menn væru ekki alltaf sammála, enda væri þess ætíð gætt, að alla vega 32 atkvæði skiluðu sér í hús í atkvæðagreiðslum í þinginu.
Pólitískur hávaði villikattanna, glatar trúverðugleika sínum, með hverjum degi, sem líður og hverri yfirlýsingu þeirra, sem fjarar svo út í einhverjum ,,lyftubröndurum" eða ,,pöntunum" ráðherra á þeim spurningum sem ,,æskilegast" sé að spyrja.
Enn tekist á hjá VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.