23.12.2010 | 13:58
Stuðningur án sannfæringar, sameiginlegur óvinur ,,límið".
Okkar hjáseta snérist ekki um vantraust á ríkisstjórnina heldur það, að við höfum ekki sannfæringu fyrir þeirri efnahagsstefnu, sem birtist í fjárlagafrumvarpinu."
Svo mælti Lilja Mósesdóttir á Bylgjunni í morgun. Í þessum orðum fellst sú fáranlega staðreynd, að þó svo að hún og fleiri ólátabelgir í þingliði Vinstri grænna, styðji ekki ríkisstjórnina í þeim málum sem helst skipta máli og marka stefnu ríkisstjórnarinnar, þá styðja þau ríkisstjórnina sem slíka.
Í fleiri málum, eins og t.d. í Icesave, hafa ólátabelgirnir sent frá sér svipaðar yfirlýsingar. Verið á öndverðu meiði við ríkisstjórnina, en samt stutt hana. Þrátt fyrir andstöðu sína við Icesave, þá greiddu þó ólátabelgirnir atkvæði á þann hátt, bæði í atkvæðagreiðslunni um samninginn og um tillöguna að bera samninginn undir þjóðina, að ríkisstjórnin héldi meirihluta sínum í báðum málum. Tveir atkvæði með samningi, með vísan í tillöguna um þjóðaratkvæðið, sem borin var upp eftir atkvæðagreiðsluna um samninginn.
Hinir tveir sem voru í ólátaliðinu, þetta sinnið, greiddu hins vegar atkvæði gegn samningi og þjóðaratkvæði. Lögðust þeir þingmenn er greiddu atkvæði gegn samningi og þjóðaratkvæði, svo lágt að þeir ætluðust í raun til þess, að forsetinn tæki af þeim þann kaleik að vísa málinu til þjóðarinnar.
Atkvæði þeirra tveggja með þjóðaratkvæðinu, hefði sent málið til þjóðarinnar, án synjunar forsetans. Hlýtur það að heyra til tíðinda í sögu lýðveldisins, að þingmenn, ætlist til þess að forseti lýðveldisins taki, af þeim þann kaleik, að taka ákvarðanir í stórum málum.
Hvað sem líður svo öllum þessum tillögum sem Lilja segist hafa lagt fram, ,,samherjum" sínum til lítillar gleði, þá er það í raun barnaskapur að halda því fram að tillögunum hafi ekki verið tekið fagnandi, bara af því að hún lagði þær fram.
Flestar tillögur Lilju varðandi skuldavanda heimilana, voru þess eðlis að auðvelt var fyrir lýðinn að flykkjast um þær. Tillögunar voru hins vegar flestar þess eðlis að vera almennar aðgerðir, sem í sjálfu sér leystu vanda fárra, sem í voru og eru í raunverulegum vanda, en firrtu ýmsa þeirri ábyrgð sem þeir höfðu gengist undir, á kostnað þeirra, sem eru í raunverulegum vanda og svo einnig þeirra, er hafa sín mál á hreinu.
Hvað skattlagningu séreignarsparnaðar, var tillagan mjög góð, þar til í ljós kom að þær tekjur sem í Ríkissjóð kæmu við þá breytingu, yrðu ekki notaðar til þess að létta skattaklyfjar einstaklinga og fyrirtækja, heldur til þess að fresta niðurskurði í ríkisbákninu um eitt til tvö ár.
Þó svo að vissulega hefði mátt skera niður á annan hátt, en gert var, þá var niðurskurður engu að síður nauðsynlegur og í raun má segja að hann hafi skollið grimmar á landsmenn, þar sem stórum hluta hans var frestað árið 2009. Það er nefnilega svo, að niðurskurðaraðgerðir sem farið er í, eftir að þeim er frestað um einhvern tíma, verða nær undantekningalaust grimmari, en annars hefði verið, hefði bara verið farið í þær strax í stað frestunar.
Uppúr stendur þó að stuðningur ólátabelgjana við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, án nokkurrar sannfæringar fyrir þeim stefnumálum, er stjórnin vinnur eftir, hlýtur í besta falli að teljast kjánalegur.
En líklegast heldur þó saman allri kattarhjörðinni, heimilis, hefðar og villköttum, er mynda það gallerý er kallast stjórnarmeirihluti, að kattartegundirnar eiga allar sameinginlegan óvin. Óvin sem ætlað er að jafna um í pólitísku uppgjöri um pólitíska stefnu óvinarins, fyrir dómstólum.
Skiptir mál hver lagði tillögurnar fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Viðskipti
- Hverjir eru fjárfestar?
- Verðbólguspá næstu mánaða hefur hækkað
- Markmið að vera fjárfestingarhæft
- Afgangur á viðskiptajöfnuði 45,7 milljarðar
- Skel hlýtur viðskiptaverðlaun
- Hagstofan og gervigreindin
- Heimilin vel í stakk búin
- Kaldbakur kaupir fyrir 400 milljónir í Högum
- Helmingur erlendrar netverslunar kemur frá Eistlandi
- Samræming hönnunargagna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.