Leita í fréttum mbl.is

Gegnsæisdrottninginn orðin að öfugmæladrottningu.

Á þeim tíma sem Jóhanna Sigurðardóttir var stjórnarandstöðuþingmaður, frá kosningum 1995 og þangað til að hún varð félagsmálaráðherra í Þingvallastjórninni, voru fáir ef ekki enginn þingmaður, jafn ötulir og hún við flutning á frumvörpum og þingsályktunnartillögum, er tryggja áttu gegsæi í stjórnsýslu. Árlega þessi tólf ár hennar í stjórnarandstöðu, komu frá henni mál á þingið, er tryggja áttu opna og gegnsæja stjórnsýslu.

Eftir að hun varð svo félagsmálaráðherra í Viðeyjarstjórninni vorið 2007, hurfu hins vegar þessi mál Jóhönnu af dagskrá þingsins.

Loksins svo þegar margir töldu að nærri sextán ára spá Jóhönnu, um að hennar tími kæmi, hefði ræst og henni falið að mynda ríkisstjórn, þá voru stóru orðin ekki spöruð, öðru nær. 

Ríkisstjórnin ætlaði ekki bara að slá skjaldborg um heimilin í landinu, heldur áttu allar athafnir stjórnvalda að vera gegnsæjar og allt að vera upp á borðum.  Auk þess hafa ,,gegnsæis og allt uppi á borðum" frösum, óspart verið tranað fram í tyllidagaræðum forsætisráðherra. 

 Hins vegar ber svo við, í tíð þessarar gegnsæju ríkisstjórnar, hafa svör ráðherra við skriflegum fyrirspurnum, dregist fram úr hófi, slag í slag og heyrir það til undantekninga, ef ráðherra svarar skriflegri fyrirspurn innan tímamarka, eða í námunda við tímamörk.

 Í þessu máli sem fréttin, er hengd er við þetta blogg tekur til,er engin undantekning á því hversu seint og illa svör úr ráðuneytum berast og heldur engin undantekning, að loksins þegar svarið berst, þá er það alls ekki fullnægjandi. 

Einnig hefur það verið svo að þegar upp koma upplýsingar um mál sem óþægileg reynast stjórnvöldum, þá hefur forsætisráðherra verið staðinn að því slag í slag að þræta fyrir þau mál, eins og ótýndur sprúttsali.  Nægir þar að nefna launamál seðlabankastjóra. 

 Í ljósi þess að eftir nærri tveggja ára setu Jóhönnu í stól forsætisráðherra, bólar lítið sem ekkert að svokallaðri skjaldborg og allar yfirlýsingar um opna og gegnsæja stjórnsýslu, hafa í raun aukið á allt pukur og leynd Jóhönnustjórnarinnar,  er alveg óhætt að krýna Jóhönnu sem öfugmæladrottningu og festa nafnbótina ,,öfugmælastjórnin" við ríkisstjórnina, fremur en að klæmast á heitinu ,,norræna velferðarstjórnin" mikið lengur.


mbl.is Sakar forsætisráðherra um að leyna upplýsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband