Leita í fréttum mbl.is

Ögmundur á endastöð !?

Ögmundur fer á bloggi sínu yfir stöðuna í Icesave eins og hún kemur honum fyrir sjónir í dag.  Reiknar hann frekar með því að samningurinn verði samþykktur í þinginu, eins og reyndar flestir hljóta að gera, enda hefur ríkisstjórnin þingmeirihluta.  Telja verður einnig mjög líklegt, að ólíkt því sem gerðist 30 des. sl. þá muni Ögmundur samþykkja samninginn, enda fer hann varla að láta henda sér tvisvar út úr sömu ríkisstjórninni, vegna sama málsins.

 Ennfremur reiknar Ögmundur með því að forsetinn staðfesti nýja samninginn, enda býst hann ekki við sömu eða svipuðum aðstæðum og voru hér fyrir ári síðan.  Inní þá breytu sína, tekur hann hins vegar ekki nýlega yfirlýsingu forsetans, þess efnis að íslenska þjóðin eigi að fá að taka sjálf ákvörðun um það, hvort hún vilji borga erlendar skuldir einkabanka.

Þrátt fyrir nýjan og jafnvel mun betri samning, hvað upphæðir og kostnað varðar, þá er þessi samningur efnislega á sömu nótum og fyrri samningar. Það sem ekki fæst úr þrotabúi Landsbankans lendir á skattgreiðendum. Reyndar gæti farið svo að greiðslur úr þrotabúinu dragist vegna málaferla. Verði það rauninn, eða þá að einhverjir aðrir atburðir verði til þess að greiðslur úr þrotabúinu tefjist eða þá hreinlega verði ekki fyrir hendi. Eins gætu heimtur úr þrotabúinu verið ofmetnar, sem gæti allt eins gerst, þar sem ekki hefur farið hlutlaust mat fram á eignum og framtíðarheimtum þrotabúsins. Fari svo, þá fellur kostnaðurinn vegna þess á íslenskum skattgreiðendum.

Eins sneiðir Ögmundur hjá því líkt og aðrir stjórnarsinnar, að tala um fyrri samninga sem mistök, þó svo að hann, líkt og aðrir stjórnarsinnar, þakki þeim er vit höfðu fyrir stjórnvöldum og tóku fram fyrir hendurnar á þeim. 

 Að lokum klikkir svo Ögmundur út með því að þakka tveimur samflokksmönnum sínum og ,,byltingarfélögum" í órólegu deildinni, fyrir sinn þátt í því að forsetinn hafði vit fyrir óhæfri ríkisstjórn í málinu:

En þetta gerði forsetinn ekki fyrr en um það bil þriðjungur kosningabærra manna í landinu höfðu undirritað áskorun þess efnis. Hann tók og ákvörðun sína með skírskotun til þess að innan þingsins - í stjórnarmeirihlutanum, væru einstaklingar sem réru að því öllum árum að koma málinu á annað og æðra stig - til fólksins - þaðan sem allt vald á uppruna sinn - svo vísað sé til orða Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þingflokksformanns VG, sem hart gekk fram í þessu. Það gerðu einnig fleiri stjórnarþinggmenn. Var haft á orði að nokkur þúsund manns hefðu bæst á undirskrifatalista Indefence eftir að Ásmundur Einar Daðason hafði flutt sína hvatningarræðu í beinni útsendingu við atkvæðagreiðsluna 30. desember,“ skrifar Ögmundur.

 Þarna lætur Ögmundur það hins vegar ógert, að minnast þess, að þau Ásmundur og Guðfríður Lilja, höfðu það í hendi sér, að fella samningana í atkvæðagreiðslunni, en þorðu það ekki.  Eins höfðu Ögmundur og Lilja Mósesdóttir, það í hendi sér, að málinu yrði vísað til þjóðarinnar, án aðkomu forsetans, sem hefði jú verið rökrétt af þeim að gera, þar sem þau greiddu atkvæði gegn samningnum, en þeim brást einnig kjarkur til þess að greiða atkvæði, með tillögunni um þjóðaratkvæði, sem borin var upp, eftir að samningurinn hafði verið samþykktur 33-30 í þinginu.


mbl.is Icesave á endastöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Já, þetta er kjarklaust lið. Þau láta aðra gera verkin fyrir sig og taka svo heiðurinn af því sjálf.

Vendetta, 12.12.2010 kl. 18:42

2 Smámynd: Magnús Ágústsson

sammála huglausir drullusokkar

Magnús Ágústsson, 13.12.2010 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband