Leita í fréttum mbl.is

Hægara að tala um, en að framkvæma!

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra sendi Lílju Mósesdóttir, þingmanni Vg. tóninn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Jóhanna sagði að eflaust hefði mörgum stjórnarþingmönnum langað að sitja hjá í atkvæðagreiðslunni um fjárlagafrumvarpið eftir aðra umræðu. Það hafi hins vegar ekki verið í boði fyrir þingmenn stjórnarliðsins.  Þó hafi Lilja Mósesdóttir gerst svo ósvífin að gera það. Leit Jóhanna málið það alvarlegum augum, að hún taldi að Lilja þyrfti að athuga sinn gang.

Jóhanna er eflaust búin að gleyma því, eða vonar að aðrir hafi gleymt því að hún sem félagsmálaráðherra í Viðeyjarstjórninni, sagðist ekki vera bundin af fjárlagafrumvarpi, árið 1993.  Jóhanna samþykkti svo reyndar fjárlagafrumvarpið, eftir nokkur frekjuköst og hurðaskelli, sem leiddu til þerra breytinga á frumvarpinu sem hún krafðist. 

Maður er nefndur, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.  Steingrímur settist í ríkisstjórn, eftir nærri 18 ára veru í stjórnarandstöðu.  Nær hvert einasta ár af þessum 18, öskraði Steingrímur úr sér lungun um að hinir og þessir sem ábyrgð bæru, ættu að axla hana, færu hlutir á annan veg, en búist var við í upphafi. 

 Steingrímur fékk svo langþráðan séns til þess að axla og bera ábyrgð, eftir 18 ára öskur í stjórnarandstöðu.  Steingrímur, líkt  og allir sem á undan honum voru og borið höfðu ábyrgð á einhverju, veðjuðu á einhvern ákveðinn kost og báru á því ábyrgð.  Þeir sem töpuðu þá, þurftu að mati Steingríms, að axla ábyrgð á því sem þeir veðjuðu á.  

Núna þegar Steingrímur stendur sjálfur í sömu sporum, er ekkert að marka, enda breyttust aðstæður!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband