Leita í fréttum mbl.is

Sami samningur, annar pappír.

Þó svo að þessi samningur eigi að vera margfalt betri en sá sem þjóðin felldi 6. mars sl. og jafnvel betri en ,,betra tilboðið" sem var aðalhvati heimsetuhvatningar forsætisráðherra, þá er ekki hægt að samþykkja þennan samning. Alla samninga er kveða á um greiðsluskyldu íslenskra skattgreiðenda á skuldum einkabanka, ber að fella.

Þann 6. mars greiddu rúmlega 90% þeirra er ekki sinntu heimsetukvaðningu forsætisráðherra, atkvæði gegn því að skuldir einkabanka féllu á Ríkissjóð og þar með á skattgreiðendur.  Þar var ekki kosið um vexti, vaxtafrí og önnur greiðsluform, ólögmætrar kröfu Breta og Hollendinga. Að mestu leyti eru nýir samningar, efnislega eins og þeir sem felldir voru í mars.  Það eina sem virðist breytt eru vextirnir, en eftir sendur óbreytt sú ólögvarða krafa viðsemjenda okkar studd af ESB, að íslenskir skattgreiðendur borgi erlendar skuldir einkabanka.  

Það er því ekkert annað í boði, en að hafna þessum samningi, enda er þetta nánast sami samningur og síðast. Eini munurinn er að nú er íslenskri þjóð boðið að vera lamin í hausinn með naglaspýtu með 3" nagla í, í stað 4" nagla.

Annars er þessi 200 milljarða munur á milli samninga glæpsamlegur. Steingrímur og Jóhanna geta ekki þakkað sér þann árangur, en þau geta beðið ýmsa aðlila afsökunnar og þakkað þeim fyrir að hafa að hafa haft vit fyrir sér. Að því búnu er afsögn þeirra tveggja óumflyjanleg.


mbl.is Greiðslur hefjast í júlí 2016
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður á ég bara engan aur til að borga þetta.

axel (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 22:24

2 identicon

Þegar Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands setti hryðjuverkalögin, samin fyrir óvini Hins Frjálsa Heims, á þá eitt hæststandandi land í heiminum, siðferðilega sem á öðrum sviðum, Ísland, með lengstu alþingishefð í veröldinni..............herlaust land sem var á toppnum á Global Peace Index sem friðsælasta og mest friðelskandi land heims......

þá sveik hann Vestræna menningu eins og hún lagði sig. Lagði lóð á vogarskálar þeirra sem vilja tortýma henni með að gera lítið úr hryðjuverkalögunum, og lagði eyðingaröflunum lið með að bera þau saman við 30 misvitra íslenska bankamenn.

Að láta þjóðina alla gjalda siðferðis örfárra óvinsælla bankamanna er sama "lógík" og var að baki Helförinni, sem nazistar, óvinir Vestrænnar menningar eins og Gordon Brown og terroristarnir vinir hans sem þakka honum fyrir að vera komnir á blað með Íslandi og þar með hvítþvegnir, töldu sanngjarna laus við hinu svokallaða "gyðingavandamáli".

Ef Íslendingar taka á sig þessar skuldir munu þeir hljóta slæmt karma fyrir, afþví skuldaþrældómur er helsta ástæða sárrar fátæktar fátækustu ríkja heims, en ekki skortur á matvælum eða annað. Þeir sem ekki þekkja til ættu að kynna sér "Make Poverty History" átakið sem Bono í U2 var front maður fyrir. Við skuldum þessum þjóðum að við látum ekki þjóðirnar sem hnepptu þau í þennan þrældóm og hafa með því svellt milljónir og milljarða barna í hel......hneppa okkur í þrældóm líka. Ef við sleppum við að borga, opnar það smugu fyrir þau að hætta að borga. Svo mikilvægt er okkar hlutverk, og ófyrirgefanlegt að bregðast því núna, og erum við þá persónulega ábyrg fyrir sveltandi Afríkubúum og höfum með því að taka á okkur óréttlátar skuldir lagt persónulega blessun íslensku þjóðarinnar yfir meðferðina á okkar minnstu bræðrum meðal þjóða heims.

Að lokum skal hafa í huga að Þroskastríðið er ekki á enda. Bretar hafa arðrænt þjóðir heims hvað mest allra þjóða og heiminum blæðir enn undan heimsvaldastefnu þeirra. Þeir hafa lengi ásælst auðlindir okkar.

Frelsi - Jafnrétti - Bræðralag!

Á lykiltímum í veraldarsögunni þýðir ekki að hugsa smátt...Ísland verður að rísa undir hlutverki sínu.....

Lykillinn (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband