Leita í fréttum mbl.is

ESA setur heimsmet í þolinmæði, enda vill Evrópa ekki að Icesave fari fyrir dómstóla.

Síðasti séns til að skila inn vörnum til ESA vegna Icesave rann út í á miðnætti.  Ég hef ekki dottið um neinar fréttir þess efnis, að ESA hafi fengið varnarbréfið, þannig að nær öruggt er að fresturinn hafi verið framlengdur.  Þessar eilífu framlengingar ESA á frestinum, hafa ekkert með manngæsku eða góðvild ESA til Íslendinga að gera.  Heldur er ástæðan ofureinföld. Fari málið fyrir dómstóla, þá eru í raun öll innistæðutryggingakerfi ríkja á EES-svæðinu undir.  Auk þess sem málareksturinn myndi leiða margt í ljós, sem nærri fokhelt ESB þyldi illa í því fárviðri sem þar geysar.

Hvað íslenska ráðamenn, sem að nota bene, ættu fyrir lifandis löngu að vera búnir að vísa málinu til dómstóla varðar, þá hafa orð þeirra undanfarna daga verið á þá leið, að eingöngu standi tvö til þrjú atriði út af borðinu.  Það er reyndar kolröng fullyrðing hjá áðurnefndum ráðmönnum.  Það er aðeins eitt sem stendur út af borðinu.  Það er að rúmlega 90% þeirra er hlýddu ekki heimsetukalli forsætisráðherra, þann 6. mars sl. greiddu atkvæði gegn því að ólögvarðar kröfur Breta og Hollendinga yrðu greiddar, með eða án vaxta.  Þjóðaratkvæðið snerist ekki um vaxtaprósentur og vaxtafrí, heldur um ólögvarða greiðsluskyldu Íslendinga (skattgreiðenda) á kröfum viðsemjenda okkar.

Nú er þetta Icesavemál orðið langlífara en nokkur þjóð hefur gott af og auðvitað væri það langbest að það leystist.  En mál sem þetta á ekki bara að leysa, til að verða laus við það, eða þurfa ekki að hafa það lengur hangandi yfir sér, líkt og Félagi Svavar sagði, er hann flaug til baka með  Farsæla-lausn taka I í Icesavedeilunni.  Icesavemálið snýst um lagalega þætti og túlkun á þeim, ekki um nennu manna til að vinna lausn þess, eða einhvers annars í þá veruna.

Reyndar er bara hægt að leysa þetta mál á tvo vegu. Þann pólitíska, sem þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæði þann 6. mars. En ESB og ESB-ásælni  Samfylkingarinnar krefst, enda pólitísk lausn á Icesave, með milljarða skuldbindingum á íslenska skattgreiðendur, aðgöngumiði að ESB.  Aðgöngumiði sem stærstur hluti þjóðarinnar vill ekki sjá.

 Hin leiðin til að leysa málið, er svo eftir lagalegum leiðum. Þeim leiðum hafna hins vegar bæði ESB, fyrir hönd viðsemjenda okkar og íslenskir aðildarsinnar. Lagaleg lausn lýtur að því að málið er leyst samkvæmt lögum og reglugerðum evrópska efnahagssvæðisins. Slíkur málarekstur myndi eflaust leiða í ljós fjöldan allan af glufum í reglugerðarfarganinu og valda titringi meðal Brusselherrana. Málareksturinn myndi svo að sjálfsögðu setja innistæðutryggingakerfi EES-ríkjana í uppnám, auk þess sem farið væri ofan í breskar skattanýlendur, bæði á Ermasundseyjum og í Karabíska Hafinu.

Það er því alveg ljóst að jafnvel þó það séu töluvert meiri líkur en minni  á því að málið vinnist fyrir dómstólum, eða þá að að það náist viðunnandi dómsátt, vegna þess sem ESB vill ekki að komi fram í slíkum réttarhöldum, hafa stjórnvöld ekki viljað ljá því máls að deilan fari fyrir dómstóla, slík er ESB-þráhyggja Samfylkingarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Góður pistill Kristinn! Það er deginum ljósara, að Samfylkingin hefur tekið mjög svo óþjóðholla afstöðu í þessu máli, en mig undrar þó meira , að VG skuli svíkja svo herfilega lit sem raun ber vitni !

Kv., KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 9.12.2010 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband