7.12.2010 | 19:20
Vitringarnir þrír í Viðskipta og Hagfræðideildum H.Í.
Þórólfur heitir maður Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Þórólfur þessi tekur að sér í hjáverkum að flytja heimsendaspár í fjölmiðlum, fari svo að íslenska þjóðin, sameinist ekki liðinu í Bretavinnunni og taki á sig ólögvarðar kröfur Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni. Taldi Þórólfur Íslendinga standa það tæpt, að felldu þeir Icesavesamninga þeirra Steingríms J. og Indriða H. í þjóðaratkvæðinu mars sl., þá færi allt hér á hinn versta veg, það slæman að Ísland yrði á pari við Norður-Kóreu. Einnig er Þórólfur fulltrúi Steingríms og Jóhönnu í eftirlitsnefnd Alþingis, sem fylgjast á með því, hvort bankar og þá sér í lagi Landsbankinn, sé innan reglna og siðferðismarka, í meðferð skuldamála fyrirtækja. Þórólfur tók þann kostinn, að segja pass við Vestia-viðskiptum Landsbankans, þó svo að forstjóri Bankasýslu ríkisins hafi beinlínis viðurkennt að reglur hafi verið brotnar í viðskiptunu. Einnig sagði hann pass, þegar Jón Ásgeiri og frú voru afhentir fjölmiðlar sínir á ný, með feitri skuldaniðurfellingu, þrátt fyrir það að Jón Ásgeir hafi ekki getað rekið fyrirtæki án þess að skuldsetja fyrirtækið til Andskotans og keyra það í þrot. Er það svöðusár sem skuldir Jóns Ásgeirs við gömlu bankana, talið vera í það minnsta þúsund milljarðir.
Maður er nefndur, Gylfi Magnusson, viðskiptafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Gylfi tók sér frí frá kennslu, um stund og varð efnahags og viðskiptaráðherra í Skjaldborgarstjórn Jóhönnu í ca. eitt og hálft ár. Var Gylfi kallaður ,,fagráðherra", þó svo að fagmennskan hafi ekki risið hærra, en hjá öllum ráðherrum öðrum er sátu með honum í stjórn, að undanskilinni Rögnu Árnadóttur. Fólki er eflaust í fersku minni, klúðrið og hringlandaháttur Gylfa, þegar upp komst um lögfræðiálitin vegna gengislánana. Var verkun Gylfa á málinu, með slíkum ólíkindum, Skjaldborgarparið treysti sér ekki lengur til að skjóta yfir hann skjólshúsi og er þá mikið sagt, því ekki þekkjast þau Jóhanna og Steingrímur, af vönduðum vinnubrögðum, svo mikið er víst. Gylfi tók sér nú samt tíma til þess, líkt og Þórólfur og spáði hér hvílíkum harðindum, ef Icesave gengi ekki gegn, að Ísland yrði Kúba Norðursins.
Að lokum má svo nefna, Þorvald Gylfason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Eftir að Þorvaldur spáði gósentíð með blóm í haga í Asíu, á síðasta áratug síðustu aldar, ári áður að allt fór þar til fjandans, þá taldi hann vissast svona til öryggis, að spá kreppu hér, árlega síðustu 10 - 15 árin fyrir hrun. Það hins vegar hindraði Þorvald ekkert í því að vegsama Baugsveldið í vikulegum blaðagreinum sínum í Fréttablaði Jóns Ásgeirs. Þar þrátt fyrir kreppuspár í öðrum miðlum, þá sá hann vart sólina, fyrir íslenska bankakerfinu, nánast fram að hruni. Þótti honum Jón Ásgeir og félagar þar, fremstir í flokki og þótti honum það beinlínis dónaskapur yfirvalda standa í sakamálaferlum við Baugsveldið. Yfirvalda sem ekki veittu Jóni Ásgeiri og félögum, ekki neitt nema EES- samninginn, svo þeir félagar gætu stundað útflutning á meintri ,,viðskiptasnilld" sinni.
Næst mun líklega fréttast af Þorvaldi á stjórnlagaþingi. Svona ofurmenni líkt og Þorvaldur, vonast til, ef hans hugmynd nær fram að ganga, að stjórnlagaþingið afgreiði ekkert nema eitthvað bráðabrigðaplagg, til frekari úrvinnslu síðar. ( Spurning hvort hann ætli þá að láta kjósa sig líka síðar á stjórnlagaþing, taka tvö? ) Einnig ætlar svo Þorvaldur sér, að fá sitt bráðbrigðaplagg af nýrri stjórnarskrá, samþykkt með því að skauta yfir 79. grein núgildandi stjórnarskrár. Grein sem segir til um það, að Alþingi og enginn aðilli annar, getur samþykkt breytingar á stjórnarskrá eða þá nýja stjórnarskrá.
Af þessari upptalningu sést, að framtíð þjóðarinnar er björt. Í það minnsta hvað varðar viðskipta og hagfræðinga framtíðarinnar.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Allir eru þeir fulltrúar banksteranna og auðrónanna og svo er einnig með Samfylkinguna eins og hún leggur sig. Andvaraleysi fólks að sjá þetta ekki er eitt af undrum veraldar. Svo opinskátt og ófyrirleitið er þetta lið í markmiðum sínum og þjónkun við glæpamennina að allur heimurinn sér það nema við.
Þorvaldur Gylfason setur að mér viðbjóðshroll. ÞAð hrokafulla gerpi er síðasti maður sem stjórnlagaþing þar. Hann ætlar að semja þetta og lögfesta upp á eigin spýtur þótt stjórnarskráin segi að það þurfi tvö þing til lögbiningar. Hann byrjar kannski bara á að taka 79. greinina út svo hann geti byrjað að vinna við niðurrifið. Fullveldisákvæðin ætlar hann allavega að leysa upp. Gefa leyfi á afsal þess um allar jarðir. Til þess er hann ráðinn þarna inn. Flugumaðurinn hennar Jóhönnu.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.12.2010 kl. 05:29
Þetta sýnir hvað Samfylkingin er sterk þrátt fyrir allt.
Sigurður I B Guðmundsson, 8.12.2010 kl. 09:03
Nær væri að segja slægð, Sigurður I B.
Fylgi Samfylkingar var lélegt eftir síðustu alþingiskosningar en hún náði tangarhaldi á þingmönnum VG, sem mestan sigur vann þá, til stjórnarmyndunar. Reyndar var ákafi VG svo mikill að þeir gáfu eftir öll sín kosningaloforð og allar hellstu áherslur flokksins til þess eins að komast í stjórn!!
Fylgi Samfylkingar hrundi enn meira í síðustu sveitastjórnarkosningum, en þá, eins og áður, náðu þeir að krækja í sigurvegarann og komust í þeirra skjóli í meirihluta í borgarstjórn.
Fylgi Samfylkingar hefur enn minnkað og spurning hvaða flokk þeir geta vélað með sér í ríkistjórn eftir næstu kosningar.
Gunnar Heiðarsson, 8.12.2010 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.