Leita í fréttum mbl.is

,,Best" að fara í gjaldþrot?

Verði Nýju Gjaldþrotalögin, samþykkt frá Alþingi, mun það ekki vera svo að þeir sem ,,ákveða" að keyra sig í gjaldþrot og verða ,, lausir" allra mála, tveimur árum síðar.  Það hljómar í það minnsta ,,of vel" til þess að vera satt.  Þó svo að fjármálastofnunum, verði gert það erfiðara að elta skuldara, tveimur árum eftir gjaldþrot, þá er það ekki þar með sagt, fjármálastofnunum muni ekki takast að viðhalda kröfum á skuldara enn lengur, en þessi tvö ár.  Eftir því sem fleiri myndu ákveða að fara þessa leið, þá yrði fjármálastofnunum í rauninni, gert það auðveldara að viðhalda sínum kröfum, á þeim forsendum, að sökum þess, um hversu mörg mál er að ræða þá, er það nánast hættulegt fjármálakerfinu að kröfurnar verði látnar niðurfalla.

Hér að neðan er svo dæmi, hvernig fjármálastofnanir, láta þá ráðdeildarsömu borga fyrir sig ,,skaðann" :

Fólk sem að tók 100% lán fyrir húsnæði 2007, er eftir að hafa fengið 110% úrræðið, nánast í sömu sporum og 1. jan 2008, sé tillit tekið til hækkun láns og lækkun fasteignaverðs.

 Fólk sem sýndi ráðdeild á sama tíma og tók ekki hærra lán en 50% -70 % af kaupverði eignar, hefur tapað því fé sem það lagði sjálft í eignina, þó svo að veðsetningin, sé ekki komin upp í 110% + hjá því.   Ráðdeildarfólkið, fær ekki niðurfellt og ekki það til baka sem það átti 1. jan 2008.

Samt er í rauninni ekki meiri munur á þessum hópum en svo, að ráðdeildarfólkið tapar sparnaði (tekjum) undangengna ára, en fólkið sem að tók 100% lánin, er forðað frá því að ,,tapa" meira af framtíðartekjum í afborganir, en 110% leiðin býður því. 

Það liggur því refsing við því að sýna sparsemi og ráðdeild, samkvæmt ,,ekki" úrræðum Skjaldborgarstjórarinnar í skuldamálum heimilana.

 Hvort ætli það sé verra að vera rændur því, sem að maður á, eða rændur því, sem að maður eignast hugsanlega í framtíðinni?

 


mbl.is Kjósa að fara í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú það, þetta er athygliverð pæling.."Hvort ætli það sé verra að vera rændur því, sem að maður á, eða rændur því, sem að maður eignast hugsanlega í framtíðinni?"

Kristinn M Jonsson (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband